Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 15% afsláttur Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Leðurlíkistöskur Gott úrval – margir litir Kr. 10.500/ Nú 8.500 úrlega bara ellefu ára gamall Íslend- ingur svo ég þurfti að læra öll lögin,“ segir Jógvan og vísar þar til þess að ellefu ár séu liðin frá því hann flutt- ist hingað til lands. Þær Sigga og Guðrún segja að ungi maðurinn sé eldsnöggur að læra og tónvís með eindæmum. Með þeim þremur spila hljóð- færaleikarar en þremenningarnir annast útsetningu laganna. „En við erum ekki bara að spila og syngja, það er það skemmtilega við þetta prógramm,“ segir Sigga. „Við segjum sögur á milli laga, komum með fróð- leik um sum lögin og segjum stund- um frá þeim minningum sem við eig- um um lögin. Við gerum grín hvert að öðru og það er mikið hlegið!“ „Já, það má alveg,“ segir Jógvan. „Fólk hlær með okkur og helst að okkur líka. Það er náttúrlega best en það er einhvers konar „kemistrí“ á milli okkar þriggja þannig að við skemmtum okkur mjög vel saman,“ segir Guðrún og undir það taka hin tvö. „Það sem við þrjú höfum er að okkur þykir mjög gaman að skemmta. Að mínu mati er það ekki nóg að standa uppi á sviði og kunna bara að syngja. Hinn helmingurinn er að þú verður að skemmta. Íslendingar eru bara þann- ig. Og það er fátt leiðinlegra en að sitja bara og hlusta og hlusta og hlusta ef engin víxlverkun er. Þannig að við erum að gera það sem við erum best í,“ segir Jógvan. Óhætt að syngja með Já, það er sannarlega misjafnt hvernig fólk passar saman og í tilviki þeirra Guðrúnar, Jógvans og Siggu smellpassa þau saman og segja þau það kristallast á sviðinu. Sögurnar sem þau segja fá að flæða frjálslega, enda alvanir skemmtikraftar á ferð. „Undirtitill tónleikanna er sem sagt „Lögin sem allir elska“ því þetta eru lög sem svo margir þekkja og það er svo skemmtilegt því fólk getur al- gjörlega sungið með ef það vill,“ seg- ir Sigga. Lögin sem flutt eru á þess- ari kvöldstund eru mörgum hjartfólgin og jafnvel sést hrynja einstaka tár af hvarmi áheyrenda. Minningarnar eiga það til að skjót- ast fram og það getur verið gott. Þó svo að Jógvan eigi ekki minningar um lögin sem ná langt aftur þá þykir stelpunum mjög gaman að upplifa lögin í gegnum hann. „Af því að hann er að syngja þetta og heyra í fyrsta sinn og hann segir: „Vá, hvað þetta er flott!“ Og kannski eitthvað sem okkur finnst nánast vera í blóðinu og erum hættar að spá í hvort það sé eitthvað æðislegt. Þá verðum við fyrir hughrifum í gegnum hann,“ segir Guðrún. Nokkur dæmi eru nefnd, þar á meðal lagið Dagný eftir Sigfús Hall- dórsson. „Það er bara eitt flottasta lag sem ég hef heyrt og æðislegt að fá að syngja það,“ segir Jógvan. Hlustað á Óskalög sjúklinga Í spjalli okkar fjögurra skipta viðmælendur mínir nokkuð oft yfir í söng og er bæði gaman að fá tón- dæmi og að heyra hversu samstillt þau eru. Rétt eins og þau hugsi á sama hraða og sannarlega í sömu tóntegund. Eitt tóndæmið er úr lag- inu „Kveiktu ljós“ en það var flutt af blönduðum kvartett frá Siglufirði. „Þetta er erlent lag en textinn er eftir Hafliða Guðmundsson. Tvær konur og tveir karlar sungu lagið og Malín Brand malin@mbl.is Fyrir um þremur árumákváðu Sigga, eins og Sig-ríður Beinteinsdóttir eroftast kölluð, Guðrún og Jógvan að setja saman tónleika- dagskrá sem samanstendur af eldri lögum sem hljómuðu á heimilum landsmanna og Ríkisútvarpið miðl- aði. Tónlist sem þær Guðrún og Sigga muna eftir frá barnæsku en eru aftur á móti flest ný í eyrum Færeyingsins Jógvans. Gamlar sálir á ýmsum aldri „Við Sigga vorum að tala um sameiginlegan áhuga okkar á þess- um gömlu lögum,“ segir Guðrún um tildrög samstarfsins. „Þetta eru lög sem við elskuðum þegar við vorum litlar,“ segir Sigga og Guðrún skýtur inn í að þær séu svo gamlar sálir. Þess vegna höfði tónlistin svo mjög til þeirra. „Jógvan er líka svona gömul sál, þó hann sé svona ungur,“ segir Guðrún og ungi maðurinn hlær því hann hefur oft fengið að heyra að hann sé „gömul sál“. „Hugmyndin með tónleikaprógramminu var að nota það á þeim dögum sem ekki er mikið að gera hjá söngvurum. Til dæmis um miðja viku, þá gætum við farið eitthvað og spilað og sungið,“ segir Jógvan. Þau hafa aðallega ver- ið í Salnum í Kópavogi en einnig flakkað töluvert um landið. Næsti áfangastaður er einmitt Akureyri og verða þau með tónleika í Hofi þann 7. mars. „Það hefur alltaf selst upp um leið í Salnum og þess vegna höf- um við haldið áfram,“ segir Guðrún. Jógvan segir að í upphafi hafi hann þurft að leggja töluvert á sig til að læra öll þessi lög. „Ég er nátt- Prúðbúnir sprellandi söng- fuglar með svipaðan húmor Gera má ráð fyrir að flestir söngvarar á Íslandi viti hver af öðrum en það er ekki þar með sagt að þeir hafi unnið saman og hvað þá að þeir hreinlega smelli saman eins og flís við rass! Sú var einmitt raunin þegar þau Guðrún Gunnarsdóttir, Jógvan Hansen og Sigríður Beinteinsdóttir fóru að vinna saman. Þau skemmta sér konunglega við að rifja upp gömlu góðu lögin fyrir áheyrendum og njóta þess heiðurs að fá að flytja þau. Kvöldstund Þau útsetja lögin sjálf, syngja og grípa í hljóðfæri ef sá gállinn er á þeim. Gömlu góðu lögin flytja þau bæði af virðingu og gleði. Nú nálgast þeir óðum dagarnir skemmtilegu, bolludagur, sprengidag- ur og öskudagur, og þá er um að gera að huga að undirbúningi. Núna um helgina býður Borgar- bókasafn í samstarfi við Heimilis- iðnaðarfélag Íslands upp á tvær föndursmiðjur í gerð öskupoka og bolluvanda á tveimur stöðum, í Menn- ingarhúsinu í Gerðubergi í Breiðholti dag kl. 14-16, og á morgun sunnudag í Menningarhúsinu í Grófinni í aðal- safninu í Tryggvagötu kl. 15-17. Krakkar á öllum aldri eru velkomnir í föndursmiðjurnar og um að gera að taka foreldrana með, nú eða afa og ömmu og eiga góða samverustund. Öskupoka- og bolluvandagerðin er við allra hæfi, þetta verður auðvelt og skemmtilegt og fer fram undir leið- sögn sérfróðra. Allt efni verður á staðnum og að- gangur er ókeypis. Gullið tækifæri til að búa til fagran vönd til að flengja svo foreldrana með eða aðra að morgni bolludags og hrópa hátt „bolla, bolla!“ og fá jafnmargar bollur að launum síðar um daginn. Og ekki er nú síður gaman að laumast til að hengja öskupoka aftan á bak ein- hvers, án þess að viðkomandi verði þess var, og fylgjast með viðkomandi spígspora grunlausan um að eitthvað hangi aftan á honum. Öskupokar og bolluvendir Föndursmiðjur um helgina Gaman Gamall og góður siður er að laumast til að hengja öskupoka á fólk. Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstafi í rúm fjörutíu ár með góðum árangri og staðið vaktina fyrir þá aðila sem minna mega sín og hafa átt við áfengis- og vímaefnavanda að stríða. Höfuðstöðvar Samhjálpar hafa verið fluttar í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Um 100 manns er tryggð nætur- gisting hjá Samhjálp á hverri nóttu allan ársins hring en á vegum sam- takanna eru rekin ýmis úrræði, með- ferðaheimilið Hlaðgerðarkot, Gisti- skýlið við Lindargötu fyrir útigangsmenn, eftirmeðferðar- og áfangaheimilin Brú og Spor, stuðn- ingsheimili að Miklubraut og Kaffi- stofa Samhjálpar í Borgartúni en þar er boðið upp á ókeypis morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu. Um 180 manns koma þar hvern dag. En allt kostar þetta og þess vegna opnar Samhjálp markað í dag milli kl. 13 og 16 í Ármúla 11 í Reykjavík. Markaðurinn er fjáröflun fyrir starf Samhjálpar og þar verður tekið á móti vörum alla virka daga frá kl. 11- 18. Á opnunarhátíðinni í dag verða ýmsar uppákomur og allir velkomnir. Opnunarhátíð og gleði hjá Samhjálp í dag Um 100 manns er tryggð nætur- gisting hjá Samhjálp hverja nótt Til hjálpar Samhjálp hugar að þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.