Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 35
það slæma sem fólk hefur gert í sínu lífi. Með kúnstarinnar reglum er fólk málað sem engl- ar, í þínu tilviki er það alveg til- gangslaust því þú varst og ert engill. Einnig var það alltaf yndis- legt annaðhvort að fá þig í heimsókn eða kíkja til þín. Þú sagðir oft við mig „vertu marg- berrassaður og sæll“ og eftir það gat ég ekki hætt að segja þetta við vini mína enda frábær frasi og minnir mig sífellt á þig ungfrú Dalrós. Ég er löngu bú- inn að ákveða, að ef ég eignast einhvern tímann dóttur ætla ég að nefna hana Dalrós eftir þér. Ástæðan fyrir því að það var svo gaman að hitta þig var hvað þú varst alltaf glöð að sjá alla. Þú varst búin að ákveða u.þ.b tveimur mánuðum eftir að ég kynnti þig fyrir Ingibjörgu að við Inga ættum að gifta okkur. Þegar ég hringdi í þig á kvöldin áður en við strákarnir í Grænni garði ætluðum að slá garðinn hjá þér varstu orðin verulega spennt, því að þú ætlaðir svo sannarlega að baka pönnukökur fyrir okkur strákana og borða þær með okkur daginn eftir. Ég kom líka oft til þín á föstudög- um eftir skóla og þá var fjör í kotinu. Þá borðaði ég hjá þér og talaði við þig heillengi, ég fékk að grínast í þér og þú varst ennþá verri tilbaka. Oft eftir að við höfðum talað saman í nokkra klukkutíma sagðir þú: „Þú hefur bara ekkert skemmtilegt að segja!“ Þá fór ég að skellihlæja og upplifði mikla gleði. Undir lok ævi þinnar, sem því miður var of stutt, fórum við nokkrum sinnum á kaffihús saman. Þar áttum við mjög góð- ar stundir. Þú sagðir mér sögur frá Patreksfirði og öllum þínum utanlandsferðum sem eru svo gífurlega margar. Mér fannst líka mjög fyndið að þú hafðir það fyrir sið að hringja í Björgu og hún í þig ef þið voruð á ein- hverjum skrítnum stöðum eins og t.d. uppi á fjallinu í Aust- urríki. Þegar við vorum röltandi niðri í bæ eða bara á röltinu ein- hvers staðar var mjög líklegt að þú rækist á einhvern sem þú þekktir, enda mjög vinsæl kona. Ég tók eftir því að ef ég sagðist vera dóttursonur þinn hækkaði ég strax verulega í áliti hjá eldri konum. T.d. á Ingibjörg ættir að rekja til Patró og þegar við fór- um saman í fjölskylduveislur hafði það spurst út að ég væri barnabarn Erlu Gísla og þá var maður strax dottinn í lukkupott- inn. Brynja Halldórsdóttir er amma Ingibjargar og svo skemmtilega vildi til að hún bjó í sama húsi og þú á Patró. Þeg- ar Daði bróðir hennar kom einu sinni í fjölskylduboð krafðist hann þess að fá að tala við mig um ömmu mína og afa, sá gat nú heldur betur sagt sögur af ykkur. Amma mín, það hryggir mig mjög að þú sért farin frá okkur og myndi ég svo sannarlega óska þess að þú værir ekki búin að geispa golunni eins og þú fíflaðist svo oft með. Kær kveðja, þinn dóttursonur og brandaranemandi, Jónas Guðmundsson. Hún var fyrir margra hluta sakir sérstök manneskja hún Erla systir mín. Dugnaðarfork- ur sem ekki veigraði sér við að takast á við verkefni sem öðrum hefði vaxið í augum. Það var einhver smitandi kraftur í henni og ekki hennar stíll að mikla hlutina fyrir sér heldur var gengið í verkin af ákveðni og festu, ævinlega með bros á vör. Alltaf var hún reiðubúin að leiðbeina og leggja lið ef til hennar var leitað, úrræðagóð og ósérhlífin. Erla lagði alla tíð mikla rækt við fjölskylduna og frændgarð- inn allan. Hún lagði mikið upp úr því að kalla stórfjölskylduna saman við ýmis tækifæri. Heimili hennar var ætíð öllum opið og þar var ekki komið að tómum kofunum. Hún bar á borð það besta sem til var af einstakri gestrisni, ein- lægri ástúð og mikilli hjarta- hlýju. Þess fengum við öll að njóta í ríkum mæli. Við eigum dýrmætar minn- ingar frá verðmætri samveru með Erlu, bæði á heimaslóðum og einnig á ferðalögum erlendis. Alltaf var hún glaðvær og gefandi, sífellt að hlúa að, hvetja og hrósa. Erla var mikil handverks- kona, listræn og skapandi. Þau eru ófá vettlingaplöggin, ættuð úr hennar ranni, sem yljað hafa köldum fingrum í nöprum næð- ingi. Það er stórt skarð höggvið í stórfjölskyldugarðinn við fráfall Erlu. Við eigum eftir að sakna þess að eiga með henni gæðastundir. Stundir þar sem lífsviðhorf hennar spegluðust í einlægri velvild, auðmýkt, umburðarlyndi og drengskap en jafnframt kjarki og víðsýni. Það mátti svo margt af henni læra og ævin- lega fórum við ríkari af hennar fundi. Við kveðjum yndislega systur og frænku með þakklæti í hjarta fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að verða samferða slíkri gæðakonu. Elsku Lovísa, Systa, Pétur, Gísli, Ágústa, Hlynur og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Gíslason, börn, tengdabörn og barna- börn. Elsku yndislega frænka mín. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að þú sért búin að kveðja þennan heim. Mikið verður þín sárt saknað. Ég þekki fáar kon- ur sem eru jafn sterkar og dug- legar og þú. Alltaf jákvæð, kát, hlý og gefandi. Ég vildi óska þess að samverustundirnar hefðu getað verið fleiri á síðustu árum. Ég var búin að hlakka mikið til að hitta þig oftar nú þegar allt stefnir í að við flytj- um aftur til Íslands eftir fjölda ára búsetu erlendis. Ég er þó þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman, þakklát fyrir þá umhyggjusemi, ást og hlýju sem þú hefur alltaf sýnt mér og síðar fjölskyldu minni. Við eig- um yndislegar minningar um konu sem okkur þótti öllum svo vænt um og vissum að við gæt- um alltaf leitað til, enda hjarta- lagið einstakt. Það var ekki ann- að hægt en að líða vel í návist þinni. Það fundu börnin mín vel, sérstaklega Sigríður sem var svo lánsöm að fá að kynnast þér betur en litli Benedikt Björn. Það er alltaf sérstök stund á jól- unum þegar við tökum upp alla fallegu englana og hjörtun sem þú bjóst til og hefur gefið okkur í gegnum árin. Við komum alltaf til með að minnast þín og þessi stund verður nú enn dýrmætari en áður. Það sama gildir um hlýju og fallegu vettlingana sem börnin setja upp á morgnana, ballettstytturnar og handmáluðu balletttöskuna sem þú komst með frá Vín og sem Sigríði þyk- ir svo vænt um og á alltaf eftir að fylgja ballerínunni – þannig mætti lengi telja. Alltaf að hugsa til okkar og umhyggjan svo fyrirfinnanleg. Elsku góða frænka mín, ég geymi einnig í hjartanu allar dýrmætu minningarnar frá sam- verustundum þegar ég var lítil stelpa. Þú ert búin að vera til staðar frá því að ég man eftir mér og mér hefur alltaf þótt svo mikið til þín koma. Við systkinin höfum alltaf fengið að vera hluti af þinni nánustu fjölskyldu. Það var okkur öllum afar verðmætt og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ég votta yndislegu börnunum þínum, barnabörnum og barna- barnabörnum samúð mína og bið góðan Guð að gefa þeim styrk. Það er huggun harmi gegn að vita að vel verður tekið á móti þér af fjölskyldu og ást- vinum sem bíða á nýjum stað. Hvíl í friði, elsku frænka. Anna Lilja Björnsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku Erla amma. Það er sárt að hugsa til þess að þú hafir þurft að yfirgefa okkur svona skyndilega. Við huggum okkur við allar yndislegu minningarnar sem við munum geyma í hjörtum okkar. Vertu sæl og góða ferð inn í eilífðina, elsku Erla amma, knúsaðu afa og pabba fast frá okkur, þín er sárt saknað. Stefán Breiðfjörð, Sigrún Erna og Tristan Breiðfjörð.  Fleiri minningargreinar um Erlu Dalrós Gísladóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Davíð Ósvaldsson útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri Elskuleg móðir mín, UNNUR JÓNSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund fimmtudaginn 5. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sími 533 4900, eða sumarstarf KFUK í Vindáshlíð, sími 588 8899. . Margrét Þorkelsdóttir. Okkar ástkæra JÓNÍNA RAGNARSDÓTTIR, Ráðagerði, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 17. febrúar og hefst athöfnin kl. 13. . Finnur Jónsson, Grétar Elías Finnsson, Hildur Elín Geirsdóttir, Freyja Finnsdóttir, Henrik Andersen, Arnar, Sara Natalía, Stefán Breki, Finnur Kári, Balder og August Jón. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JARÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólabergi 78, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt sunnudagsins 8. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. . Ragnhildur R. Fossheim, Terje Fossheim, Bjarnfríður K.R. Holla, Geir Holla, Snæbjörn Reynisson, Dórothea H. Jóhannsdóttir, Guðrún H. Reynisdóttir, Guðmundur Hermannsson, Hjörtur Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 16, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. febrúar klukkan 13. . Guðrún Kristjánsdóttir, Elfa Hörgdal Stefánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SUMARLIÐI JENS SUMARLIÐASON, Eirhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. febrúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð FSMA á Íslandi, 0315-26-002380, kt. 650902-2380. . Ingibjörg Bjarnadóttir, Bjarni Jensson, Elínborg Guðný Theodórs, Arnar Jensson, Ragna Björk Þorvaldsdóttir, Sólveig Jensdóttir, Gunnlaugur Bjarnason, Sigrún Jensdóttir, Birgir Ingvason, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI ELLERT JÓNATANSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. febrúar kl. 15. . Einar Helgason, Linda Björg Helgadóttir, Stefán Jökull Jakobsson, Sara Ósk Stefánsdóttir og Heba Sól Stefánsdóttir. GUNNAR SIGURÐSSON, Dvergabakka 12, áður bóndi á Ljótsstöðum 1, Vopnafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 9. febrúar. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindrafélag Íslands eða hjúkrunarheimilið Mörk. . Aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR VEIGAR EYJÓLFSSON, lést á Landspítalanum mánudaginn 2. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, . Guðlaugur, Margrét, Gísli, Guðlaug, Jan-Anders, Gunnþór, Gabríel og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.