Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu Að innan er glerið meðhöndlað með NANO tækni til að halda óhreinindum frá. 90 90 TEMPERED GLASS EN14428 UNIQ 4202 uppfyllir öryggiskröfu EN 14428 FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ Sævar, sem hann er oftast kallaður, er borinn og barnfæddurHafnfirðingur og því alvöru Gaflari. Foreldrar hans voru AnnaKristín Jóhannesdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði, og Magnús Bjarnason, skipstjóri og bryggjuvörður í Hafnarfirði. Sævar átti 4 systkini og eru þau nú tvö á lífi. Sævar gekk í Loftskeytaskólann og fékk vinnu við radioflugþjón- ustuna sem þá var flutt að hluta til upp í Gufunes. Þar vann Sævar í um 20 ár en varð síðan verslunarstjóri hjá Hafnarborg sem tengd var Apó- teki Hafnarfjarðar. Eftir farsælt starf þar hóf Sævar störf hjá Hafnar- fjarðarhöfn þar sem hann var hafnarfulltrúi þar til vinnuferli lauk. Sævar lék knattspyrnu með Haukum, æfði frjálsar íþróttir með FH og var Íslandsmeistari í 100 og 200 m hlaupi ásamt 4x400 m boðhlaupi. Sævar sat í aðalstjórn Hauka um tíma. Hann hefur hlotið gullpening Hauka og gullmerki FH. Sævar var félagi í Bridgefélagi Hafnar- fjarðar og var Hafnarfjarðarmeistari í einmenningi, tvímenningi og sveitakeppni. Sævar er áhugasamur um landið sitt, staðhætti og kennileiti og hef- ur ferðast um allt land. Nú seinni árin hefur hann ferðast mikið erlend- is með ferðafélaga sínum sem er Ester Sigurjónsdóttir. Sævar er ern í dag, heldur sitt heimili, hefur verið mjög virkur í starfi eldri borgara, var leiðbeinandi á brids-námskeiðum í áraraðir, nýtur þess að dansa og iðkar líkamsrækt með eldri borgurum. Sævar var giftur Ragnheiði Eygló Eyjólfsdóttur, ljósmyndara og tækniteiknara, f. 1925, d. 1988. Börn þeirra eru Kristinn Arnar raf- magnstæknifræðingur, Ármann byggingaverkfræðingur og Anna Kristín aðstoðarskólastjóri. Jóhannes Sævar er að heiman í dag og fagnar með börnum, barna- börnum og vinum. Jóhannes Sævar Magnússon er 90 ára Afmæli Sævar ásamt fjölskyldu í afmæli sonar síns árið 2012. Heldur sitt heimili Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Grindavík Haukur Hersir Einarsson fæddist í Reykjavík 25. mars 2014 kl. 21.03. Hann vó 4.034 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Einar Jón Sveinsson og Katr- ín Ösp Magnús- dóttir. Nýr borgari É g slæ nú ekki upp hefðbundinni afmæl- isveislu í tilefni dags- ins og afþakka bæði blóm og gjafir, en vona að Fatimusjóður fái sem flest- ar gjafir, svo við getum stutt mynd- arlega við skólahald fyrir sýrlensk flóttabörn,“ segir Jóhanna Krist- jónsdóttir rithöfundur sem er 75 ára í dag. Hún hefur að undanförnu legið á sjúkrahúsi en lætur það ekki aftra sér frá því að undirbúa söfnun í samvinnu við UNICEF til að styðja menntun sýrlenskra barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Jóhanna stofnaði Fatimusjóðinn þegar hún varð 65 ára, í því skyni að styðja börn í Jemen til náms, og hefur sjóðurinn komið að mörgum mannúðarverkefnum í Afríku og Mið-Austurlöndum á undanförnum Jóhanna Kristjónsdóttir rithöfundur – 75 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Ötul baráttukona Fatimusjóðurinn sem hún stofnaði hefur komið að ýmsum brýnum verkefnum síðustu tíu ár. Safnar í þágu sýr- lenskra flóttabarna Ljósmynd/Loftur Guðmundsson Árið er 1948 Fjölskyldumynd þegar faðir Jóhönnu varð fertugur. Frá vinstri: Bragi, Elísabet Engilráð, Valgerður, Kristjón og Jóhanna. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.