Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Ný tónleikaröð hefur göngu sína í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld. Fyrir röð- inni stendur Bedroom Comm- unity og verður hún á dagskrá annan hvern mánuð. Á fyrstu tónleikum raðarinnar í kvöld kl. 21 koma fram Valgeir Sigurðsson og Liam Byrne, en þeir hyggjast flytja efni af væntanlegri plötu sem út kemur síðar á árinu. Öllum tónleikum raðarinnar verður varpað beint frá Mengi til fylgjenda Bedroom Community á tónlistarveitunni Drip.fm. Einnig verður hægt að spjalla við lista- men útgáfunnar á Google hangout í gegnum Drip, en fyrstir í röðinni verða James McVinnie í mars, Nico Muhly í maí og Valgeir Sig- urðsson í júlí. Fylgjendur Bedro- om Community á Drip.fm fá m.a. þrjár rafrænar útgáfur í hverjum mánuði. Miðaverð er 2.000 krónur og eru miðar seldir við innganginn. Valgeir Sigurðsson Bedroom Comm- unity í Mengi Frá myrkri til ljóss er yfirskrift annarra tónleika í tónleikaröðinni, Konsert með kaffinu sem haldnir verða í Hannesarholti á morgun kl. 15. Þar munu Anna Jónsdóttir sópr- an og Sophie Schoonjans hörpuleik- ari leiða áhorfendur með tónum og textum, úr myrkrinu yfir í birtuna, frá þunga í léttleika og frá sorg í gleði. „Byrjað er á íslenskum lögum þar sem þjóðlög eru áberandi með sinn dimma og kyrrláta anda. Síðan koma þýsk og frönsk lög sem hafa í sér bæði ljós og myrkur. Að lokum eru ensk og írsk lög sem bera með sér andblæ vorsins og ljóssins,“ seg- ir m.a. í tilkynningu. Miðar eru seldir við innganginn. Dúó Sophie Schoonjans og Anna Jóns- dóttir koma fram í Hannesarholti. Frá myrkri til ljóss AF SÓNAR Anna M. Björnsson amb@mbl.is Það fyrsta sem bar fyrir augu áSónar Reykjavík-hátíðinniþegar ég mætti þangað snemma kvölds var ung stúlka að kasta upp fyrir utan dansandi ljósin í glervegg Hörpu. Ég bjóst við að þetta upphafs- kvöld tónlistarveislunnar miklu myndi byrja í rólegri kantinum en sú var ekki raunin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og talsvert um læti og fyrst fékk ég á tilfinninguna að flestir gestirnir væru um tvítugt og hefðu hlakkað svo til að mæta á Sónar að þeir hefðu verið í fyrir- partíi skólaballs með flösku af landa. Stúlkurnar voru allar með gimstein límdan á milli augnanna, svona feik indversk „bindí“, greini- lega aðalmálið í teknóheimum. Yngstu gestirnir blönduðust skemmtilega við erlenda gesti, steratröll og eldri raftónlistarspek- inga á annarri hæð Hörpu þar sem nýtt svið, SónarPub, blasti við í Hörpuhorninu. Þetta svið var mjög vel til fundið hjá Sónar-fólki og ein besta nýting á þessu fallega rými við glervegg Ólafs Elíassonar sem ég hef séð til þessa. Þetta gerði það að verkum að um leið og maður gekk upp himnastiga Hörpu gekk maður inn í dansandi heim teknó- tónlistarinnar og mér leið á ákveðn- um tíma eins og allt tónlistarhúsið hefði breyst í klúbb. En Harpa er ekki sveittur teknó- klúbbur, hún er listaverk, og því öðlast öll sú raftónlist og spuni plötusnúða nýtt og jafnvel dálítið æðra gildi þegar þeir hefja flutning sinn inni í rýmum hússins. Tilraunataktar í Kaldalóni Þess má geta að ljósin í glerhjúp Hörpu dansa í takt við tónlistina í Silfurbergi meðan á hátíðinni stend- ur en tónlistin þar stýrir hraða og styrk ljósanna. Þess á milli geta gestir spilað hinn fornfræga PONG- tölvuleik á glerhjúpnum með notk- un snjallsíma. Því má með sanni segja að húsið myndi hina full- komnu umgjörð um framsækna, al- þjóðlega tónlistarhátíð sem þessa sem að þessu sinni hefur kjörorðin tónlist, sköpun og tækni að leiðar- ljósi. Dagskráin í Kaldalóni, sem nefn- ist Sónar Complex um þessa helgi, heillaði mig en þar er á ferð til- raunakenndari uppröðun en á öðr- um sviðum hússins. Kaldalón var svolítið eins og önnur veröld þegar Jón Ólafsson og Futuregrapher slógu saman í gigg. Falleg og seið- andi tónlist sem hefði sómt sér vel í melankólískri evrópskri kvikmynd. Íslenska raf tvíeykið Mankan tók við næst. Interaktívt myndbands- verkið fyrir aftan þá kallaðist skemmtilega á við hljóðheiminn en þeir virtust leika sér með sömpl og spuna og leyfa hljóðunum að verða til í rýminu út frá innsæi. Dansvæn lyftutónlist Samaris steig á svið klukkan hálf- ellefu í Silfurbergi og byrjaði settið sitt strax með dansandi takti. Þessi frábæra íslenska sveit hefur magn- aða sviðsveru og það var gaman að bera saman þessa Sónar-tónleika og síðustu tónleika sem ég sá með sveitinni á Airwaves. Í fyrravöld breyttist Samaris í miklu meiri danshljómsveit þar sem elektrón- ískar tónsmíðar Þórðar Kára Stein- þórssonar nutu sín til fulls. Það er skemmtilegt þegar hljómsveitir geta sýnt á sér aðeins aðrar hliðar eftir því hvar þær koma fram. Hápunktur dagskrárinnar á fimmtudagskvöldinu var án efa Norsarinn Todd Terje en að eigin sögn spilar hann „góða lyftutónlist sem hægt er að dansa við“. Terje skapaði ofurhressa veröld í Silfur- bergi, einhverskonar sixtíslegan, exótískan, kokkteilpartí-, lounge- sörfheim þar sem allir eru glaðir og dansa. Þessi heimur Terjes er af- slappaður og hann virðist ekki þurfa að taka sig of alvarlega eða reyna að búa til einhverja magnþrungna meiningu á bak við tónlist sem er, eftir allt saman, tónlist til að dansa við. Teknóprinsessur og dansandi glerhjúpur Morgunblaðið/Styrmir Kári Sörfheimur Todd Terje bjó til sixtíslegan, exótískan, kokkteilpartí-, lounge-sörfheim. Mankan Myndbandsverkið kallaðist skemmtilega á við hljóðheiminn. Sæla Gestir stigu alsælir dans á tónleikum hins norska Todd Terje. »Hápunktur dag-skrárinnar á fimmtu- dagskvöldinu var án efa Norsarinn Todd Terje en að eigin sögn spilar hann „góða lyftutónlist sem hægt er að dansa við“. 48 RAMMA E.F.I -MBL Spenna, hasar og ótrúlegar tæknibrellur í frábærri ævintýra- mynd með stórleikurunum Jeff Bridges og Julianne Moore 2 VIKUR Á TOPPNUM! www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.