Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Egill Helgason, virtur starfs-maður „RÚV“, fer á líming- unum þegar Reykjavíkurbréf birt- ist á sunnudögum. Hann hefur opin- berlega fordæmt Eyjuna, sem er annar vinnuveitandi hans til, fyrir að vitna í Reykjavíkurbréf, slíkt „rugl“ sem þau séu. Egill hefur oft bent á að enginn lesi Morgunblaðið og því eru þessi köst hans áhugaverð.    Eftir síðastaReykjavíkur- bréf tekur Egill kollhnís, sem eru töluverð viðbrögð af hans hálfu. Eyjan fullyrðir að á Fés- bók skrifi Egill að Reykjavíkurbréfið sé „sprenghlægilegt“ og „þvílík misnotkun á einu dagblaði!“    Og Egill segir svo: HHG (HannesHólmsteinn) við EH við Reykjavíkurtjörn sumarið 2012 (það voru vitni): „Ég skal segja þér það Egill að í þessari herferð sem við erum að fara í núna verður þú ekki tekinn fyrir.“ Bersýnilegt að þarna hefur Agli verið hótað því í vitna viðurvist árið 2012 að hann yrði ekki ofsóttur á næstu árum. Vitnin munu vera Egill sjálfur og nánasta fjölskylda. Sá vitnisburður vegur auðvitað þungt.    Það bætir ekki úr skák að þessióhugnanlegi atburður átti sér stað „Við Reykjavíkurtjörn“ og margir vita hvaða fól orti það. Góð- viljaðir menn hljóta því að fordæma þessa hótun um viðvarandi ofsókn- arskort, sem virðist hafa verið stað- ið við, sem undirstrikar bara óþverraskapinn.    Menn ættu að senda Agli blómtil huggunar, þó ekki fleiri stjúpur. Egill Helgason Agli merka hótað STAKSTEINAR Hannes Hólmsteinn Gissurarson Veður víða um heim 22.2., kl. 18.00 Reykjavík -3 snjókoma Bolungarvík -2 alskýjað Akureyri -4 snjókoma Nuuk -16 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 alskýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 7 skýjað London 6 skúrir París 6 léttskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 6 léttskýjað Berlín 5 skýjað Vín 5 skúrir Moskva 2 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 12 súld Winnipeg -28 heiðskírt Montreal -6 skýjað New York 0 heiðskírt Chicago -6 skýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:57 18:26 ÍSAFJÖRÐUR 9:09 18:24 SIGLUFJÖRÐUR 8:52 18:07 DJÚPIVOGUR 8:28 17:54 Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Nýjar vörur Hlýr og notalegur ullarfatnaður á öll börn á góðu verði www.ullarkistan.is Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal standa frammi fyrir því að þurfa að kjósa á milli almennra og lögbund- inna verkefna í íbúakosningu Reykjavíkurborgar, Betri hverfi. Hulda Guðmunda Óskarsdóttir, íbúi í Grafarholti og formaður Félags sjálf- stæðismanna í Grafarholti og Úlfars- árdal, segir það ótækt að íbúum sé stillt upp við vegg með þessu hætti. „Hér er borgin að biðja íbúa hverf- isins um að velja á milli verkefna sem annars vegar falla undir frágang nýrra hverfa, um- ferðaröryggi og lög um gatnagerð- argjald og hins vegar verkefna á borð við lagningu á þjöppuðum mal- arstíg og lýsingu á göngustíg við Sæmundarskóla.“ Í lögum nr. 153/2006 um gatna- gerðargjald er kveðið á um að sveit- arstjórn skuli verja gatnagerð- argjaldi til gatnagerðar í sveitarfélagi og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Reykjavíkurborg er því að mati Huldu að fría sig frá lögbundinni ábyrgð á greiðslu til gatnagerðar með þessum hætti. „Íbúar eru þegar búnir að greiða fyrir lögbundna þjónustu en eiga svo að kjósa milli hennar og annarra verkefna. Hér er borgin augljóslega að reyna að fría sig frá lögbundnum verkefnum. Að sjálfsögðu viljum við bæta göngu- og hjólastíga, fá betri lýsingu og fegra hverfið en ekki á kostnað verkefna sem borginni ber samkvæmt lögum að sinna.“ Hulda segist enn fremur harma að Reykjavíkurborg skuli ekki huga að umferðaröyggi íbúa með betri hætti en að setja það í kosningu með öðrum verkefnum. Kosið um lögbundin verkefni  Reykjavíkurborg fríar sig frá ábyrgð í íbúakosningu í Grafarholti og Úlfarsárdal Hulda Guðmunda Óskarsdóttir Í fyrrinótt stöðvuðu lögreglumenn á eftirlitsferð akstur bifreiðar í Heimahverfi. Athygli vakti að par sem var í bifreiðinni hafði sæta- skipti á ferð þegar þau urðu vör við lögreglu. Það var karlinn sem ók þegar lögreglumenn veittu bifreið- inni athygli en konan var undir stýri þegar aksturinn var stöðv- aður. Konan er rúmlega tvítug en karl- inn tæplega þrítugur. Þau voru bæði í annarlegu ástandi. Bæði voru þau með útrunnin ökuréttindi. Einnig fannst nokkurt magn af fíkniefnum í bílnum. Um nóttina var bifreið ekið á grindverk í Skeifunni. Ökumaður ók af vettvangi. Við áreksturinn féll númeraplata af og var á vettvangi þegar lögreglu bar að. Í framhaldi var farið heim til skráðs eiganda. Þar fyrir utan stóð bifreiðin lösk- uð. Umráðamaður bílsins var áber- andi ölvaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Höfðu sætaskipti er lögregla nálgaðist Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.