Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 9

Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. Njóttu ávallt hins besta – steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 Ferköntuð fermingarveisla! Afhentir fulleldaðir á flottum bökkum með ljúffengum sósum til hliðar. Sendu Simma og Jóa póst á simmiogjoi@fabrikkan.is og þeir græja Fabrikkusmáborgara í veisluna þína! www.fabrikkan.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Dæmi eru um að íbúar í Öldusölum og Örvarssölum í Kópavogi hafi lokast inni vegna vatnselgs á vegi sem stendur við nærliggjandi fjöl- býlishús í Þorrasölum 1-3. Íbúar í fjölbýlishúsinu hafa að auki orðið fyrir ýmiss konar óþægindum á und- anförnum árum. Meðal annars flæddi um metra djúpt vatn inn um bílakjallara og að lyftum í blokkinni fyrir um ári að sögn íbúa í blokkinni. Asahlákan erfið Þeir íbúar sem Morgunblaðið ræddi við segja að vatnssöfnunin komi fram á hverju ári í leysingatíð, gjarnan í asahláku. Tilraunir bæj- arins til þess að koma í veg fyrir vandann hafa ekki skilað árangri það sem af er. Meðal annars hefur þurft kalla til hjálparsveit í desember á sí- ðata ári til þess að ferja fólk sem býr í Öldu- og Örvarssölum yfir vatns- elginn. Að sögn íbúa hefur hjáleið þó oftar verið ófær vegna snjóþyngsla. Að sögn Steingríms Haukssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs hjá Kópavogsbæ, er unnið að lausn á vandamálinu þessa dagana. Hann segir að vandann megi m.a. rekja til golfvallar sem þar er fyrir ofan. Þar er yfirborðstjörn sem yfirfyllist í asahláku. Golfvöllurinn er hannaður til þess að hrinda frá sér vatni í rásir og tjarnir sem beina vatninu í ákveðna farvegi. Ef fyrirstaða er í farveginum kemst vatnið ekki sína leið og endar í neðsta punkti fyrir framan Þorrasali. Hann segir að framkvæmdir standi yfir til þess að bregðast við vandamálinu. „Þetta er gífurlegt vatnsmagn sem getur kom- ið á skömmum tíma í asahláku,“ seg- ir Steingrímur. Hola á miðjum hjólastíg Einar Sigurðsson, íbúi í Örva- sölum, segir að vandamálið hafi ver- ið viðvarandi í nokkur ár og það hafi komið upp 3-4 sinnum. „Í eitt skiptið þegar allt flæddi grófu þeir skurð og leiddu vatnið annað án þess að fylgj- ast með því hvert það fór. Vatnið fór að hjólastíg. Í gegnum hann liggur ómalbikaður reiðstígur á um þriggja metra kafla. Vatnið gróf niður reiðstíginn og þar myndaðist hola. Ég var þar á ferð einn daginn á hjóli og var á tals- verðri ferð þegar allt í einu var kom- in hola í miðjan hjólastíginn. Ég var frekar heppinn þar sem ég náði að prjóna yfir stíginn, en ég eyðilagði hjólið og fötin sem ég var í auk sem ég krambúleraðist lítillega á olnboga og hné,“ segir Einar sem var að eigin sögn á 30 kílómetra hraða. „Ég lenti með afturdekkið á kantinum hinum megin og stútaði í raun hjólinu, auk þess að renna um 15 metra á gler- hálu malbikinu.“ Hann segir að verr hefði getað farið. Ljósið bjargaði miklu „Þetta var í nóvember og mikið myrkur en ég er með hörkuljós á hjólinu og það bjargaði miklu,“ segir Einar. Hann segist hafa látið bæjar- yfirvöld vita og þau hafi viðurkennt mistökin. Hann segir að hjólatíg- urinn hafi verið malbikaður á þess- um kafla stuttu síðar en nú er búið að grafa hann upp aftur þar sem til stendur að setja rör þar til að veita vatninu undir stiginn. Ef vatninu yrði veitt í þennan farveg aftur, þá myndi vandamálið endurtaka sig eins og sakir standa. Hann fékk hjólið ekki bætt úr tryggingunum. „Í mínum huga er þetta bara búið mál og ég ætla ekki að gera neitt meira úr þessu,“ segir Einar. Íbúar hafa lokast inni vegna vatnselgs  Stór tjörn hefur myndast við Þorrasali í asahláku síðustu ár  Björgunarsveit ferjaði íbúa yfir vatns- elg  Verr hefði getað farið þegar hjólreiðamaður lenti í holu sem hafði verið grafin í hjólastíginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Sem stendur er unnið að framkvæmdum við Þorrasali 1-3 til þess að reyna að koma í veg fyrir vatnssöfnun. Flóð Einn íbúi í blokkinni birti mynd af vatnselgnum á Instagram. Þá flæddi vatn inn um bílakjallara og inn í lyftur. Yfirborðið var um metra hátt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.