Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við teljum að það þurfi að skoða lagarammann og taka mið af þeim breytingum sem hafa orðið á þess- um markaði. Við höfum orðið öflug fyrirtæki í úr- gangsmálum og sveitarfélögin þurfa að taka af- stöðu til þess að hve miklu leyti þau sinna sjálf verkefnum sem eru í samkeppni við einkaaðila í stað þess að bjóða þau út,“ segir Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður um- hverfismála hjá Samtökum iðnaðar- ins, um stöðuna á úrgangs- og sorp- hirðumarkaði í dag. Bryndís segir Samtök iðnaðarins hafa fylgst vel með þróun mála á þessum markaði undanfarin ár, veitt umsagnir um lagafrumvörp og átt sæti í samstarfs- og vinnuhópum margskonar. „Hérna áður fyrr var úrgangur sóttur og hann urðaður. Núna eru verkefnin orðin flóknari með aukinni endurvinnslu og meiri verðmætum í þeim efnum sem tekið er við. Um- svifin eru mun meiri en áður,“ segir Bryndís og bendir á að einkafyrir- tæki sinni fyrirtækjamarkaðnum án aðkomu sveitarfélaga og gera allt sem gera þarf, eins og að safna úr- gangi, flokka, jarðgera, senda í end- urvinnslu og reka móttökustöðvar. Á þessum sviðum eru sveitarfélögin í samkeppni við einkafyrirtækin. „Einkaaðilar geta vel sinnt þess- um verkefnum fyrir íbúana ef sveit- arfélögin kjósa að bjóða það út, þannig er það víða um land. Við vit- um að sveitarfélögin bera ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og að starfræktar séu söfnunarstöðvar. En þau geta boðið þetta út þó að þau beri áfram ábyrgð í málaflokknum,“ segir Bryndís. Gjaldskrá dekki kostnað Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt Sorpu fyrir hækkun á gjaldskrá um síðustu áramót. Á síðasta stjórn- arfundi Sorpu var tekið fyrir erindi frá samtökunum þar sem m.a. var spurt af hverju gjaldskráin hefði ekki lækkað þegar afslættir duttu út og hver rökin hefðu verið fyrir flatri hækkun um áramót vegna nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Einnig var spurt hve lengi þessi hækkun ætti að standa. Bryndís bendir á að samkvæmt lögum eigi gjaldskráin að dekka kostnað en ekkert umfram það. Ekki megi niðurgreiða sorphirðu með almennu útsvari né innheimta umfram kostnað. Keppi ekki við einkaaðila í sorphirðu  Samtök iðnaðarins vilja endurskoð- un laga  Gagnrýna hækkun Sorpu Morgunblaðið/Ómar Erfið tíð Starfsmenn Gámaþjónustu hirða rusl við Grettisgötu í Reykjavík. Bryndís Skúladóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vöxtur skóga á Íslandi hefur leitt af sér aukna þörf fyrir sérþekkingu og sérhæfingu, ekki síst þegar kemur að grisjun skóganna. Nýlega hóf störf fyrsti skógvélamaður landsins. Að auki hafa 30 manns hjá Skógrækt ríkisins sinnt skógar- höggi og þörf er á fleirum. Brautarstjóri Skógfræði og land- búnaðarbrautar hjá Háskólanum á Hvanneyri telur að brýnt sé að veita þeim sem sinna skógarhöggi tilskilda þekkingu. Óttast hann að einungis sé tímaspursmál hvenær alvarlegt slys ber að höndum. Rándýrt skógvélanám Bjarni Diðrik Sigurðsson, braut- arstjóri Skógfræði- og landbúnað- arbrautar í Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri, segir að um 100 Íslendingar hafi sótt sér skógfræði- menntun og iðnmenntun tengda skógfræði til skólans. Einnig er þar í boði endurmenntun fyrir starfandi skógarbændur þar sem m.a. er um að ræða námskeið í skógarhöggi. Í frétt sem birtist á vef Skóg- ræktar Íslands kemur fram að Ósk- ar Grönholm Einarsson er fyrsti menntaði skógvélafræðingurinn hér á landi. Þar segir að skógvél- anámið sé til þriggja ára en hann hafi fengið um helming þess metið úr framhaldsskóla hér heima á Ís- landi. ,,Þetta er dýrara nám en tann- læknanám. En það er að verða þörf fyrir þetta hér á landi líka. Sem stendur er bara ein svona skóg- arhöggsvél á landinu, segir Bjarni. Að sögn hans kostar ein vél 30 milljónir króna. Hann segir að skógarhöggið sé aðallega hluti af endurmenntunar- námskeiði fyrir starfandi fólk í skógrækt. ,,Skógarhöggið er tæp- lega vikunámskeið þar sem fólk lærir vinnubrögð og umhirðu á þessum tækjum. Ekki síst er það til að fara yfir öryggisþáttinn. Keðju- sagir og önnur slík verkfæri geta verið hættuleg. Í öðrum siðuðum löndum fá menn ekki að starfa við þetta nema að kunna að fara með þessi verkfæri. Hér geta menn keypt ódýrar keðjusagir án alls hlífðar- búnaðar sem er hreinlega lífsnauð- synlegur ef menn ætla að vinna við þetta. Ég bíð eftir því að hér verði slys,“ segir Bjarni og telur hann það vera tímaspursmál hvenær það verður. Sérstaklega hefur hann áhyggjur af sumarbústaða- eigendum og þeim sem höggva tré nærri heimilum sínum. Illa launuð vöðvavinna Pétur Halldórsson, kynningar- stjóri hjá Skógrækt ríkisins, segir að um 30 manns starfi við skóg- arhögg hjá stofnuninni.„Þetta er mikið vöðvavinna. Menn eru að ganga um í skógi með þunga vél og trjábolirnir eru þungir. Stundum eru menn að ösla í snjó líka og erf- itt að fóta sig,“ segir Pétur. Þrátt fyrir að um erfiðisvinnu sé að ræða er skógarhögg illa launuð vinna að hans sögn. Skógvél Óskar Grönholm Einarsson er hér að störfum við grisjun skóga. Hann lærði á skógvél í Finnlandi. Óttast alvarlegt slys við skógarhögg  Vöxtur skóga skapar ný störf og aukna þörf fyrir sérþekk- ingu og sérhæfingu  Um 30 manns starfa við skógarhöggið Björn Þorfinns- son sigraði örugglega og tryggði sér áfanga að stór- meistaratitli á Bunratty-skák- mótinu, sem lauk í gær á Írlandi. Björn hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, en tíu skákmenn kepptu á mótinu. Í öðru sæti varð Lawrence Trent með 5 vinninga. Fyrir mótið var Björn með 2373 skákstig og því með fæst stig þátt- takenda. Stigahæstur var stór- meistarinn Sebastian Maze með 2585 stig, en hann varð þriðji ásamt fleirum með 4,5 vinninga. Bragi Þorfinnsson varð í 6.-9. sæti með 4 vinninga. Á laugardag vann Björn báðar skákir sínar og gerði síðan tvö jafn- tefli í gær. Með fyrri skákinni tryggði hann sigurinn. Öruggur sigur og stórmeistaraáfangi Björn Þorfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.