Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.02.2015, Qupperneq 17
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. flokka þær og koma í endurvinnslu. Fyrir það tökum við ákveðna þókn- un en skilum íþróttafélögunum góðri summu til baka. Þetta sparar foreldrum að flokka dósirnar og auðveldar íþróttafélögum alla söfn- unina,“ segir Bendt en skátarnir hafa t.d. verið í góðu samstarfið við KR og önnur félög með þessum hætti. Starfsemin í Árbænum Höfuðstöðvar Bandalags ís- lenskra skáta eru í Árbænum og þar fer einnig fram endurvinnslustarf skátanna. „Viðskiptavinir móttöku- stöðvarinnar fá að sjálfsögðu sitt 15 króna skilagjald á hverja einingu eins og á öðrum stöðvum og skát- arnir fá þóknun frá Endurvinnsl- unni fyrir hverja afgreidda einingu. Með því að koma með dósirnar sínar í móttökustöðina í Hraunbænum stuðlar fólk einnig að fleiri atvinnu- tækifærum fyrir fatlaða, því nokkrir einstaklingar með skerta starfsgetu vinna við flokkunina,“ segir Bendt en starfsemin í Árbæ dugar ekki lengur fyrir alla starfsemina og er hluti hennar kominn í Mjódd þar sem safnast hefur saman heilt fjall af dósum og flöskum til flokkunar. „Við viljum vera í Árbænum og er- um að leita að öðru húsnæði hérna í hverfinu. Við erum líka með starfs- menn í Mjóddinni þar sem er gíf- urlegt fjall af dósum sem söfnuðust saman eftir jólin.“ Mikið og gott starfa skáta- hreyfingarinnar er eftirtektarvert enda samfélagsmál að taka saman og flokka afrakstur neyslu þjóð- arinnar og spara um leið gjaldeyri og hlífa nátúrunni. Söfnunargáma skáta er að finna um allt land en auk þess að það sé umhverfisvænt að skila og flokka dósir er það hag- kvæmt. Sá hluti sem skátarnir taka til sín fer svo í að reka starfsemi skátahreyfingarinnar um allt land. „Við fáum ágætis summur úr þessu starfi, sem fer í rekstur endur- vinnslustarfsins og í styrki til skátafélaga um allt land.“ Morgunblaðið/Kristinn Öflugir Það eru miklir dugnaðarforkar sem vinna í endurvinnslustöðinni. ir í Selásinn, til dæmis vegna íþróttaæfinga og annars félags- starfs. Raunar þurfum við sem hér búum að sækja flest út fyrir hverf- ið, því hér eru engar verslanir og öll þjónustustarfsemi í lágmarki. Sumum þykir slíkt miður, en aðrir telja þetta hreinlega til bóta enda skapi þetta hverfinu rólegra yf- irbragð en ella.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norðlingaholt Hverfið hefur verið að byggjast upp síðasta áratuginn. Morgunblaðið/Ómar Brúarsmíði Leiðin milli hverfa yfir Breiðholtsbraut verður bein og breið. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Árbæjarhverfi á nafn sitt að rekja til Árbæjar sem var rótgróin bújörð fram á 20. öld. Á jörðinni var stofn- að safn árið 1957 og auk gamla bæj- arins eru þar 20 hús sem þangað hafa verið flutt. Saman mynda hús- in gamaldags sveitabyggð í miðri borginni þar sem fólki er gefin inn- sýn í líf Íslendinga fyrr á tímum. Í safninu er nú hægt að halda barnaafmæli hátíðleg, að sögn Sig- urlaugs Ingólfssonar, verk- efnastjóra Árbæjarsafns. „Við er- um að fara af stað með þetta núna sem tilraunaverkefni. Barnaafmæli eru haldin víða um bæ í skemmti- görðum og okkur fannst tilvalið að opna leikfangakost safnsins fyrir þeim sem vilja halda afmæli hér,“ segir Sigurlaugur en á safninu er sérstök leikfangasýning þar sem gamaldags leikföng eru til sýnis. Sigurlaugur segir að staðsetn- ingu safnsins fylgi ýmsir kostir. „Við stofnun safnsins þá var því ætlað að standa utan við borgina svo fólk gæti gert sér ferð úr bæn- um til að heimsækja safnið. Nú er svo komið að borgin hefur náð okk- ur en því fylgir skemmtileg stemn- ing þar sem við erum nokkurs kon- ar sveit í borginni.“ sh@mbl.is Ljósmynd/Árbæjarsafn Gleði Starfsmenn safnsins klæðast líkt og Íslendingar gerðu áður fyrr. Borgin umlykur sveitaþorpið Árbæ  Opna leikfanga- kost safnsins fyrir barnaafmælum Morgunblaðið/Eggert Sveit Þorpið í borginni er opið gestum allt árið um kring. Bandalag íslenskra skáta hefur staðið fyrir söfnun og flokkun dósa frá árinu 1989. Starfsemin hefur stækkað töluvert á þessum 26 árum undir nafninu Grænir skátar og nú er stefnt á enn frekari land- vinninga. Bendt H. Bendtsen kom til starfa í Skátamiðstöðinni í Árbæ 1. janúar 2015 sem verk- efnastjóri Grænna skáta og segir hann spennandi verkefni framundan. „Skátarnir eru sérfræðingar í að safna og flokka dósir og við teljum það vera hag allra, bæði okkar og annarra félaga og sam- taka sem safna dósum að vinna saman.“ Skátarnir hjálpa þá öðrum félögum að undirbúa dósasöfnun, sækja svo dós- irnar og flokka þær fyrir væga þóknun og skila svo góðri summu til viðkomandi félags í lok söfnunarinnar. Sams konar þjónusta hefur ekki verið í boði fyrir heimili landsins en Bendt segir það vel koma til greina að útvíkka þjónustuna. „Við höfum sótt dósir til húsfélaga og fyrirtækja en ekki til einstakra heimila. Það kemur vel til greina að útvíkka þjónustuna og við erum að skoða með hvaða hætti við getum eflt og stækkað starfsemi okk- ar.“ Sérfræðingar í dósasöfnun DÓSASÖFNUN SKÁTAHREYFINGARINNAR Bendt H. Bendtsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.