Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 37

Morgunblaðið - 23.02.2015, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2015 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Vonandi rís ég undir nafni, en ég get ekki annað en þakkað þennan heiður og þá löngu lífdaga, sem ég hef nú þegar fengið, til að reyna að skilja eitthvað nýtilegt eftir mig,“ segir Ómar Þ. Ragnarsson fjölmiðla- maður sem sl. laugardag hlaut heið- ursverðlaun Eddunnar fyrir framlag sitt til sjónvarpssögu Íslendinga. Voru verðlaunin afhent honum í tón- listar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademí- unnar fór fram um nýliðna helgi. Eddan 2003 stendur upp úr Ómar hefur í fimm skipti hlotið hin eftirsóttu Edduverðlaun fyrir unnin störf en að sögn hans eru verðlaunin árið 2003 honum eftir- minnilegust. „Það var eftir að ég gerði mína stærstu kvikmynd [Á meðan land byggist] sem kvikmyndargerðamað- ur. Af þeim verkum sem ég hef hing- að til gert þykir mér vænst um þá Eddu og það verk. Einfaldlega vegna þess að það var langerfiðast, dýrast og þjónaði mestum tilgangi,“ segir Ómar en það ár var áðurnefnd kvikmynd tilnefnd sem besta heim- ildarmynd ársins. Edduna fékk Óm- ar hins vegar í flokknum sjónvarps- fréttamaður ársins. „Ég hefði aldrei verið tilnefndur sem sjónvarps- fréttamaður ársins nema fyrir þessa mynd. Þannig að þetta voru í raun tvær tilnefningar af sama tilefni.“ Ljóst er að Ómar er hvergi nærri hættur í kvikmyndagerð og segist aðspurður eiga átta myndir eftir ógerðar. „Ég er byrjaður á öllum þessum myndum. Þetta hefur hins vegar verið svolítið erfitt því alltaf kemur eitthvað nýtt upp á sem verð- ur til þess að ég þarf að fara í annað og mikilvægara verk,“ segir Ómar. Nýjustu myndir hans, sem frum- sýndar voru á Degi íslenskrar nátt- úru, eru heimilda- og fræðslumyndin Akstur í óbyggðum og tónlistar- myndböndin Íslandsljóð og Reykja- víkurljóð. „Og núna vinn ég að því að koma þessum þremur myndum inn á sérstakan disk sem hægt verður að selja útlendingum,“ segir Ómar en áðurnefnd heimildamynd fjallar um það hvernig best sé hægt að njóta ís- lenskrar náttúru í akstri um óbyggð- ir landsins án þess að lenda í vand- ræðum og valda skemmdum. Með þjóðinni í gegnum árin Ómar hóf fyrst störf sem frétta- maður árið 1969 og segir hann Edduverðlaunin nú óhjákvæmilega tilefni til að líta um öxl og rifja upp gamla tíma. Efst í huga hans eru þær fjölmörgu gleðistundir sem hann hefur átt með þjóðinni og þeir miklu harmleikir sem dunið hafa yfir undanfarna áratugi. „Öll þessi bana- slys og áföll, að maður skuli alltaf hafa lent inni í þeim miðjum, er mjög þung lífsreynsla og djúp.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Edduverðlaun Ómar Þ. Ragnarsson hlaut heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til sjónvarpssögu í Hörpu um helgina. Heiðursverðlaunahafi með átta verk í bígerð  Ómar Þ. Ragnarsson heiðraður á verðlaunahátíð í Hörpu Kvikmyndataka ársins Jóhann Máni Jóhannsson fyrir Vonarstræti Gervi ársins Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Von- arstræti Klipping ársins Sigurbjörg Jónsdóttir fyrir Vonarstræti Brellur ársins Bjarki Guðjónsson fyrir Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst Heiðursverðlaun Ómar Ragnarsson Best Þorsteinn og Hera í hlutverkum sínum í myndinni Vonarstræti. Allar upplýsingar um vinningshafa frá upphafi eru á eddan.is/ Morgunblaðið/Styrmir Kári Líf og fjör Glæsilegur hópur styttuhafa sprellar á sviðinu með Eddu Björgu. Hvetur „Áfram margbrotin kvenhlutverk,“ sagði Hera Hilmarsdóttir sem var valin leikkona ársins í aðalhlutverki í kvikmyndinni Vonarstræti. Grjótharður Helgi Björnsson var valinn besti karlleikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni París norðursins og var kátur með styttuna. 2 VIKUR Á TOPPNUM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.