Morgunblaðið - 04.03.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.03.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015                                    !"! # "! # $ "! " %% % "## &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 % "! $% ""#" #" $" %#   %#$ %" # !! $$" # #$ $%$ " !# %## "! $$%! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Arion banki hefur gefið út skuldabréf að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur um 45 milljörðum íslenskra króna. Umframeftirspurn var ríflega tvöföld því í heild bárust tilboð frá um hundrað fjárfestum fyrir rúmlega 675 milljónir evra. Skuldabréfin eru til þriggja ára og bera fasta 3,125% vexti, og voru seld á kjörum sem jafngilda 3,10% álagi yfir millibankavexti. Um er að ræða fyrstu útgáfu íslensks banka í evrum sem seld er til breiðs hóps fjárfesta allt frá end- urreisn fjármálakerfisins. Til stendur m.a. að nýta hluta lánsins til að greiða niður önnur og óhagstæðari lán. Arion banki gefur út skuldabréf í evrum ● Gistinóttum útlendinga á hótelum hér- lendis fjölgaði nú í janúar um 41% í sam- anburði við sama tímabil í fyrra. Í heildina voru gistinæturnar 161.400 talsins og er- lendir gestir báru uppi 87% þeirra. Flestar voru gistinæturnar á höfuð- borgarsvæðinu eða 127.500 og aukn- ingin þar nam 31% frá fyrra ári. Þegar lit- ið er til þess hvaða þjóðir bera uppi kaupin á gistinóttunum hafa Bretar vinn- inginn með 59.700 nætur, Bandaríkja- menn koma þar á eftir með 25.500 og Þjóðverjar 7.700. Gistinætur á hótelum í janúar aldrei verið fleiri STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Tólf af þrettán félögum í Kauphöll- inni hafa birt uppgjör sín fyrir árið 2014 og nemur hagnaður þeirra sam- tals 35,3 milljörðum króna. Icelandair og Össur skiluðu mestum hagnaði. Hagnaður Icelandair nam 9 milljörð- um króna og hagnaður Össurar var 7 milljarðar króna, HB Grandi kemur þar á eftir með 5,6 milljarða króna hagnað. Önnur félög eru með 2 millj- arða eða minni hagnað, þar af var Ný- herji sem skilaði minnstum hagnaði, 259 milljónum króna. Hagar er eina félagið í Kauphöll- inni sem á eftir að birta uppgjör sitt, en þar er miðað við annars konar rekstrarár þar sem reikningum verður skilað í maí. Arðgreiðslutillögur nema 19,3 milljörðum króna Af þeim tólf félögum sem þegar hafa birt uppgjörin eru tíu sem gera tillögu til aðalfundar um arð- greiðslur til hluthafa, samtals að upphæð 19,3 milljarðar króna. Ný- herji og Reginn eru þau tvö félög sem ekki eru með áform um arð- greiðslur til hluthafa fyrir síðasta rekstrarár. Hæstu arðgreiðslurnar eru hjá tryggingarfélögunum Sjóvá og TM sem hvort um sig leggur til 4 milljarða króna í arðgreiðslur sem er margfaldur hagnaður þeirra, nærri fjórfaldur hagnaður hjá Sjóvá og nærri tvöfaldur hagnaður hjá TM. HB Grandi leggur til 2,7 milljarða króna arðgreiðslu, Icelandair 2,5 milljarða króna og VÍS leggur til 1,7 milljarða króna í arð. Össur sem leggur til 1,1 milljarð króna í arð er það félag sem er með lægsta hlutfall arðgreiðslna af hagn- aði eða tæplega 16%. Fyrir utan tryggingarfélögin þá er N1 með hæsta hlutfall arðs af hagnaði eða 52% og 840 milljóna króna arð, HB Grandi er þar nálægt með 49% hlut- fall, Marel sem leggur til 526 millj- óna króna arðgreiðslu og Icelandair eru með um 30% arðgreiðsluhlutfall. Vodafone sem leggur til rúman millj- arð í arð er með 20% arðgreiðslu- hlutfall. Tólf félög með 44% af hagnaði bankanna Það er áhugavert að setja upp- gjör þeirra tólf félaga sem eru í Kauphöllinni í samanburð við upp- gjör þriggja stærstu bankanna, Ís- landsbanka, Arion banka og Lands- banka, en hagnaður þeirra saman- lagður nam 80,2 milljörðum króna á síðasta ári. Samtals hagnaður félag- anna tólf í Kauphöllinni nemur því 44% af þeim hagnaði sem bankarnir þrír skila. Ef arðgreiðslutillaga stjórna bankanna þriggja verður samþykkt á aðalfundum verða greiddir 45,7 milljarðar króna í arð til eigenda sem er nokkuð meira en tvöföld arð- greiðslutillaga félaganna tólf saman- lagt. Af samtals hagnaði félaganna tólf fara 55% í arðgreiðslur ef tillögurnar verða samþykktar. Annað form á því að koma áfram fjármunum til hlut- hafa er þegar félögin kaupa eigin bréf. Þar með er dregið úr magni af hlutabréfum sem eru á markaðnum sem mögulega gæti leitt til gengis- hækkunar á hlutabréfaverðinu. Nokkur félaganna í Kauphöllinni eru með svonefndar endurkaupa- áætlanir þar sem þessari aðferð er beitt markvisst. Ef tillögur um arðgreiðslurnar verða samþykktar á aðalfundum félaganna má búast við að hluti þess fjármagns sem greitt verður út komi aftur inn á markaðinn þeg- ar fjárfestar kaupa hlutabréf að nýju. Tólf félög í Kauphöllinni hagnast um 35 milljarða Hagnaður og tillögur að arðgreiðslum fyrirtækja í kauphöllinni Hagnaður Arður 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 m ill jó ni rk ró na Heimild: Ársreikningar  Tillögur að arðgreiðslum til stjórna félaganna nema 19,3 milljörðum króna Nefnd sem skipuð var 15. apríl á síðasta ári og gert að fjalla um skuggabankakerfið hér á landi hef- ur gengið frá lokadrögum að skýrslu um viðfangsefni sitt. Nefnd- inni var samkvæmt skipunarbréfi frá fjármála- og efnahagsráðherra uppálagt að skila áfangaskýrslu í september síðastliðnum og tillögum til lagabreytinga fyrir árslok 2014. Vinna sú hefur tafist nokkuð. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur formaður nefndarinnar, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu og varaformaður stjórnar Fjármálaeft- irlitsins, neitað að tjá sig um starf nefndarinnar eða það hvenær loka- gerð skýrslunnar verði tilbúin. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins er stutt í að skýrsl- an líti dagsins ljós en ekki liggur fyrir hvort hún verði gerð opinber. Það eina sem fram hefur komið opinberlega um efni skýrslunnar og niðurstöður þær sem hún hefur að geyma má finna í fundargerð fjár- málastöðugleikaráðs sem fundaði 19. janúar síðastliðinn. Þar segir um skýrsludrögin: „Fyrir liggur að Evrópugerðir verða innleiddar í ís- lensk lög en þær fela í sér auknar kröfur til skráningar og upplýsinga- gjafar um viðskipti sem hingað til hafa verið utan hefðbundins eftir- lits.“ Aðrir fulltrúar í nefndinni eru Guðmundur Kári Kárason sem til- nefndur er af fjármála- og efna- hagsráðuneytinu, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Steinn Friðriks- son sem tilnefnd eru af Seðlabanka Íslands og Arnfríður K. Arnardóttir og Sigurður Árni Kjartansson sem tilnefnd eru af Fjármálaeftirlitinu. Styttist í skugga- bankaskýrslu  Eftirlit verður aukið og kröfur meiri Morgunblaðið/Ásdís Bankamál Erfitt hefur reynst að afla upplýsinga um skýrsludrögin. Úti- og innimottur á tilboði – úrval af frábærum mottum í mörgum gerðum og stærðum Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað RV 0215 Tilboð Verð frá3.188 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.