Morgunblaðið - 04.03.2015, Page 19

Morgunblaðið - 04.03.2015, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Ómar Vonskuveður Hríðin gleður oft ferðamenn á Austurvelli og ekkert lát er á lægðunum. Sú næsta kemur með snjókomu um hádegið í dag og síðan er spáð rigningu eða slyddu síðdegis. „Gengið fellt um 9% í kjölfar nýs fiskverðs,“ sagði í forsíðuuppslætti Tímans 4. janúar 1983 um leið og tilkynnt var að gjaldeyrisaf- greiðslur bankanna yrðu lokaðar. Gengið var fellt til að bæta fisk- vinnslunni upp hækkun fiskverðs sem hafði ver- ið ákveðin nokkrum dögum áður. Tíminn hafði það eftir Steingrími Hermannssyni, sjáv- arútvegsráðherra og formanni Fram- sóknarflokksins, að erfitt væri að bæta fiskvinnslunni „skaðann“ af verðhækkuninni „nema til komi gengisfelling eða gengissig“. Um leið var tilkynnt að niðurgreiðsla á olíu til fiskiskipa yrði aukin úr 22% í 35%. Niðurgreiðslan var fjármögnuð með hækkun á útflutningsgjöldum á sjáv- arafurðum. Gengisfellingar, gengissig og það sem stjórnmálamenn kölluðu á fal- legu máli gengisaðlögun voru fastur hluti af íslenskum veruleika fram að síðasta áratug liðinnar aldar. Helsta stjórntæki efnahagsmála var gengi íslensku krónunnar, sem var fellt eft- ir þörfum sjávarútvegsins. Með gengisfellingu var erfiðleikum í út- gerð og fiskvinnslu velt yfir á al- menning og önnur fyrirtæki. Óhag- kvæmni sjávarútvegsins var baggi sem launafólk varð að bera. Töfra- lausn á öllum vanda var gengisfelling – komist var hjá því að stokka upp spilin í sjávarútvegi og taka á óreiðu í fjármálum hins opinbera. Tæpu ári áður en Tíminn sló upp 9% gengisfellingu á forsíðu greindi Morgunblaðið frá því að gjaldeyris- deildir bankanna hefðu verið lokaðar í átta daga og að aðeins „nauðsyn- legar yfirfærslur hafa fengist, gegn því að viðkomandi hafi greitt 15% aukagjald ofan á hina raunverulegu upphæð, sem síðan verður gert upp þegar nýtt gengið verður skráð“. Þá hafði gengi ekki verið skráð í 12 daga. 1.000% hækkun verðlags Í ágúst 1982 gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um aðgerðir í efna- hagsmálum en vegna „samdráttar þjóðartekna og í þeim tilgangi að draga úr víxlverkun kaupgjalds og verðlags, skal frá 1. desember 1982 fella niður helming af þeirri verðbóta- hækkun launa er ella hefði orðið“. Jafnframt var gengið fellt um 13%. Þá var ákveðið að sá „gengismunur sem kann að myndast vegna sölu á útfluttum sjávarafurðum skuli lagður inn á sérstakan gengismunarsjóð“. Skyldi sjóðnum varið til að styrkja sjávarútveg- inn. Þá átti að draga úr innflutningi meðal ann- ars með því „takmarka lán til vörukaupa og kaupa á vélum og tækj- um“. Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra sagði af þessu tilefni: „Með þessum bráðabirgðalögum er byrðunum dreift vítt og breitt. Flestir verða að taka eitthvað á sig, bæði launamenn og atvinnurekstur.“ Frá ársbyrjun 1980 til loka árs 1980 hækkaði gengi dollars um lið- lega 160% og á sex árum frá 1980 til 1986 féll krónan um nær 600% gagn- vart dollar. Verðbólga var krónísk. Árin 1980, 1981 og 1982 var verð- bólga alltaf yfir 50% og árið 1983 var verðbólga 84% og fór upp fyrir 100% á tímabili. Á sex árum frá 1980 til loka árs 1985 liðlega ellefufaldaðist verð- lag á Íslandi – hækkaði um meira en 1.000%. Rotið kerfi Efnahagslífið og allt kerfið var að rotna. Fjármálakerfið var í helj- argreipum opinberra afskipta og að stórum hluta í ríkiseigu og undir póli- tískri stjórn. Sérstakur úrelding- arsjóður fyrir fiskiskip var starf- ræktur til að hvetja útgerðarmenn til að leggja skipum enda hafði sókn- arkerfi og pólitísk miðstýring leitt til offjárfestingar. Afurðalán voru veitt til að styðja við útflytjendur og olíu- sjóður greiddi niður olíukostnað fiski- skipa. Framkvæmdastofnun ríkisins var ætlað að hlaupa undir bagga með sérstakri fjárhagsaðstoð við útgerð- arfyrirtæki, ekki síst bæjarútgerðir, sem voru á barmi gjaldþrots. Sjávar- útvegurinn var þurfalingur sem hald- ið var við hungurmörk með milli- færslum og gengisfellingum. Auðlindum hafsins var sóað. Dugn- aðarforkunum haldið niðri – útsjón- arsemi í útgerð og fiskvinnslu var bönnuð – allt á kostnað almennings. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að allt snérist um að viðhalda rotnu kerfi millifærslna og tryggja rekstur óhagkvæms sjávar- útvegs. Nú rífast menn ekki lengur um gengisfellingar, millifærslur eða hversu mikið beinn og óbeinn opinber fjárstuðningur við veiðar og vinnslu skuli vera. Nú er tekist á um hversu miklar álögur skuli leggja á sjávar- útveginn. Svo tala menn af mikilli léttúð um að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða sem hefur verið forsenda þess að sjávarútvegur hefur náð að blómstra. Þurfamaðurinn hefur kom- ist í álnir og helsta auðlind þjóð- arinnar er nýtt með arðbærum hætti. Jafnræðisregla brotin Frá 2009 til 2013 greiddi sjávar- útvegurinn alls 79,3 milljarða króna í veiðigjöld, tekjuskatt og trygginga- gjöld. Sjávarútvegurinn greiddi hærri gjöld til ríkissjóðs en nokkur önnur atvinnugrein og er eina at- vinnugreinin sem þarf að bera sér- stök auðlindagjöld. Það gengur gegn jafnræðissjón- armiðum að leggja sérstök auðlinda- gjöld (veiðigjöld) á útgerð en láta aðr- ar atvinnugreinar sem nýta „sameiginlegar auðlindir“ komast hjá greiðslu. Það er bæði rétt og skyn- samlegt að ákvörðun um auðlinda- gjald á útgerð sé skoðuð í samhengi við auðlindagjöld fyrirtækja í öðrum atvinnurekstri. Við álagningu skatta og opinberra gjalda er nauðsynlegt að jafnræðis sé gætt á milli atvinnu- greina. Misjöfn skattlagning brengl- ar efnahagslífið og sú hætta skapast að fjármunum sé beint í óarðbærari atvinnugreinar. Það er því fráleitt að einblína á veiðigjöld án þess að ræða einnig um hvort og þá með hvaða hætti rétt sé að leggja auðlindagjöld á aðrar at- vinnugreinar. Þetta á jafnt við um raforkuframleiðslu sem önnur fyr- irtæki sem nýta auðlindir sem eru í almannaeigu – eru ekki í einkaeigu. Þannig þarf ekki aðeins að gæta jafn- ræðis milli atvinnugreina heldur einnig virða eignarréttinn. Skattlagning og samkeppni Á síðasta aldarfjórðungi hafa orðið algjör umskipti í íslenskum sjávar- útvegi og Ísland er eina land innan OECD sem ekki heldur úti umfangs- miklu styrkjakerfi fyrir fiskveiðar og vinnslu. Á meðan aðrar þjóðir eru með sjávarútveg á opinberu framfæri greiða íslensk fyrirtæki skatta og gjöld til ríkissjóðs. Skattlagning fyrirtækja, sem er umfram það sem gengur og gerist í helstu samkeppnislöndum, veikir stöðu samkeppnisgreina, hvort held- ur er á erlendum mörkuðum eða á heimamarkaði. Um þetta verður ekki deilt enda sannindi sem eiga að vera öllum augljós. Þetta á jafnt við um sjávarútveg sem aðrar atvinnugrein- ar. Hagkvæmni sjávarútvegsins sem byggir á skynsömu stjórnkerfi fisk- veiða – kvótakerfi með framsali – ásamt markvissri markaðssókn, auknum gæðum og nýtingu, hefur gert ríkissjóði kleift að leggja sér- stakar byrðar á sjávarútveginn sem keppir við ríkisstyrkta keppinauta. Þessu vilja pólitískir lukkuriddarar bylta og um leið stórauka álögur á sjávarútveginn. Jafnvel fyrrverandi fjármálaráðherra vinstri stjórn- arinnar og þingmaður Norðaust- urkjördæmis krefst stórhækkunar á veiðigjaldi. Fyrir kjósendur á lands- byggðinni hlýtur sú krafa að vekja at- hygli ekki síst þegar haft er í huga að um 72% veiðigjaldsins eru greidd af fyrirtækjum á landsbyggðinni en 28% veiðigjaldsins af fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir Óla Björn Kárason » Á meðan aðrar þjóð- ir eru með sjávar- útveg á opinberu fram- færi greiða íslensk fyrirtæki skatta og gjöld til ríkissjóðs. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokks. Gengisfellingar, gengissig, gengisaðlögun og arðbær sjávarútvegur Skattgreiðslur sjávarútvegsins 2009-2013 á verðlagi 2014 Tryggingagjöld Tekjuskattur Veiðigjald 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2009 2010 2011 2012 2013 Heildarskattgreiðslur sjávarútvegsins: 79,3 milljarðar 2009-2013 á verðlagi 2014 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 TryggingagjöldTekjuskatturVeiðigjald milljónir króna Heimildir: Ríkisreikningar 2009-2013 og Deloitte. Framreikningar: ÓBK 28.236 34.120 30.140 -500 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 Bandaríkin Japan Kanada** Suður-Kórea* Noregur Frakkland Ítalía* Spánn Svíþjóð Chile Danmörk Grikkland Nýja Sjáland Portúgal Bretland Þýskaland Ísland milljónir dollara Heimild: OECD * tölur fyrir 2011 ** tölur fyrir 2010 Ríkisstyrkir til sjávarútvegs árið 2012

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.