Morgunblaðið - 06.03.2015, Page 11

Morgunblaðið - 06.03.2015, Page 11
Getty Images/iStockphoto Hættulegt Margir gera sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita ein- hverjum áverka á höfuð. Það getur valdið heilaskaða og dauða. skýra læknar ýmislegt tengt heila- skaða í þessu myndbandi.“ Líka duldar afleiðingar Dís segir að erfitt hafi verið fyr- ir sig að takast á við ósýnilegar af- leiðingar heilaskaðans sem hún hlaut fyrir 12 árum. „Ég var breytt manneskja, ég réð ekki við skólann og mér fannst ég dragast aftur úr í vinahópnum. Ég las mjög hægt og ég var aðeins með fimmtíu prósent sjón fyrst eftir slysið. En ég var heppin, því ég hef náð mér mjög vel. Það er ekki síst því að þakka hversu gott stuðnings- net ég hef í kringum mig, foreldrar og vinir hafa stutt mig áfram. Fram- heilaskaða fylgir skert innsæi í eigin mál, maður sér ekki sjálfur hvað er að og skilur ekkert í því hvers vegna maður mætir alls staðar hindrunum. Fólk fer til dæmis aftur í skóla og heldur að það ráði við það, en skilur ekki hvers vegna það gerir það ekki, fólk fer aftur í vinnu en ræður ekki við það, því bæði minnisleysi og framtaksleysi er fylgifiskur heila- skaða. Afleiðingarnar eru oft duldar og sjást ekki utan á fólki.“ Dís segir það bagalegt að engin endurhæfingarúrræði séu á Íslandi fyrir þá sem hjóta heilaskaða, aðeins bráðameðferð á Grensás, en eftir það taki ekkert við. „Ekki hafa allir gott stuðnings- net í kringum sig og þá þróast þetta oft ekki vel, algengt er að fólk missi vini sína eftir heilaskaða því per- sónuleiki þess breytist, og margir lenda í óreglu. Okkar draumur í Hugarfari er að koma á fót nokkurs konar starfs-endurhæfingarúrræði til að byggja fólk upp eftir heila- skaða, svo það nái að fóta sig aftur í lífinu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2015 Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14. Retro ískápar Glæsilegur sýningarsalur Opnun artilbo ð 249.00 0 kr. Verð á ður 27 9.000 kr. Verð fr á 209.90 0 kr. Tvöfaldur gorenje ísskápur 608 lt. No frost skápur með led lýsingu, klakavél, vatni og flýtilúgu Myndefni sem málarar festa á striga er af ýmsum toga og jafnfjölbreytt og listamenn- irnir eru margir. Margt er það sem fyrir augu ber í lífinu og eitt af því eru rassar dýranna í íslenskri sveit. Jóhanna Bára Þórisdóttir opnaði sýningu sína „Rassar í sveit“ í gær á Bókasafni Háskólans á Akureyri, en Jóhanna Bára málar myndir af afturendum íslenskra húsdýra með íslensk fjöll í bakgrunni. Flest- ar myndirnar eru málaðar á striga en á sýn- ingunni verða einnig nokkrar myndir sem málaðar eru á rekavið. Sýningin stendur til þriðjudagsins 31. mars og er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8-16 og þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 8-18. Lokað er um helgar. Sýning Jóhönnu á Akureyri Málar myndir af afturendum íslenskra húsdýra Æ sjaldnar er ég spurð að því hér heima hvort ég sé íslensk. Því fagna ég því oft og tíðum var býsna vand- ræðalegt að færa rök fyrir því að víst væri ég íslensk, fædd hér á landi og alin upp. Á háskólaárunum var ég svo lánsöm að geta unnið fyrir mér samhliða námi. Vinnan var um borð í flugvél og sem flugfreyja átti ég í töluverðum samskiptum við fólk. Oft var mér hrósað fyrir íslenskukunnáttu mína, bæði af farþeg- um og stundum af samstarfsfólki sem sumt gekk út frá því að uppruni minn væri í Þýskalandi eða fyr- irheitna landinu, Svíþjóð. „Mikið talar þú góða ís- lensku. Næstum bara eins og innfæddur Íslend- ingur,“ sagði maður nokkur, farþegi um borð í vélinni. Það er alltaf gaman að fá hrós en þetta gat ég nú ekki tekið til mín án útskýringa. Mað- urinn brást hinn versti við og sagði að ég þyrfi nú ekkert að blygðast mín fyrir að vera innflytjandi. Svo var það einn kennari minn í mannfræðinni í há- skólanum sem lagði hönd á öxl mína að fyr- irlestri loknum. Það leið að lokaprófum og kennarinn sagði hægt og mjög skýrt við mig að það væri í góðu lagi að ég skrifaði svörin og jafnvel ritgerðina á mínu móðurmáli ef mér þætti það betra. Svona hefur fólk nú verið indælt við mig í gegnum tíðina og það þyk- ir mér afskaplega vænt um. Verst að ég skuli ekki eiga þetta fyllilega skilið, ramm- íslensk stelpan. Fyrir utan heldur óvenju- legt nafn skilst mér að ég hafi alla tíð búið yfir orðaforða sem vel hefði farið voðalega gamalli mann- eskju. Auk þess talaði ég tiltölulega hægt og skýrt, rétt eins og ég væri að vanda hvert eitt og einasta orð sem út úr mér kom. Þetta getur allt átt þátt í að gera mann að „út- lendingi“ í fæðingarlandinu. Aðeins minnist ég þess að hafa orðið fyrir illsku einu sinni vegna meints er- lends uppruna míns. Þá reyndi kona nokkur að skipa mér að „fara bara heim til mín aftur“ í stað þess að stela vinnunni af rammíslenskum Íslendingum. Konan var vel við skál en virtist ekki skemmta sér sérlega vel og kraumaði reiðin í henni. Eflaust réttlát reiði í hennar huga byggð á staðfastri trú á að sumir Íslendingar væru íslenskari en aðrir. Það getur verið fróðlegt að prófa að vera út- lendingur í eigin landi. Þó ekki of lengi því það var orðið þreytandi að þurfa að færa rök fyrir upp- runanum og helst að framvísa fæðingarvottorði. Ætli ég sé ekki farin að tala nógu hratt núna til að ekki hvarfli að nokkrum lif- andi manni, íslenskum Íslend- ingi, að ég sé útlendingur. Reyndar skiptir það mig ekki nokkru máli og sannarlega hef- ur verið hægt að sjá spaugileg- ar hliðar þessara upp- runadeilna í gegnum tíðina! »Þá reyndi kona nokkur að skipa mérað „fara bara heim til mín aftur“ í stað þess að stela vinnunni af ramm- íslenskum Íslendingum HeimurMalínar Malín Brand malin@mbl.is kvenna minnst með þátttökuverkefni þeim til heiðurs. Halldóra Gests- dóttir fatahönnuður býður gestum að vinna með sér nýtt verk úr end- urnýttu efni. Safnið óskar eftir því að gestir taki með sér efnisbúta sem nota má í verkið, hafi þeir tök á. Bút- arnir mega gjarnan eiga uppruna sinn í gamalli flík sem hefur misst hlutverk sitt og ekki væri verra ef saga lægi á bak við það. Um leið og verkið verður unnið munu þátttak- endur ræða stöðu kvenna í dag, sjálf- bærni, lýðræði, jafnrétti, mannrétt- indi og fleira. Þátttaka í gjörningnum verður þannig myndræn yfirfærsla á framlagi einstaklinga til samfélags- legra málefna svo sem kosninga og með því að beita fyrir sér saumaskap er aldagamalli hefð kvenna haldið á lofti. Aðgangur er ókeypis , allir vel- komnir. Töskur Fjölnota töskur má búa til úr notuðu plasti í öllum regnbogans litum. Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið, mun standa fyrir vitundarvakningar- degi um ákominn heilaskaða mið- vikudaginn 18. mars, til að vekja athygli á orsökum og afleiðingum heilaskaða. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkom- inn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda. Stjórn Hugarfars hefur sent öll- um grunnskólum landsins beiðni um að sýna í unglingadeildum for- varnarmyndbandið Heilaskaði af völdum ofbeldis. Vegna nýlegra frétta af skipulögðu ofbeldi barna og unglinga vonast þau til að sem flestir skólar taki þátt í þessu. Nánar á: www.hugarfar.is Forvarnarmyndband í skóla VITUNDARVAKNINGARDAGUR HUGARFARS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.