Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 11

Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 11
HÚNAVAKA 9 að hann telji kýr arðbærari en sauðfé, en sauðfé skemmtilegri búpening — en það er nú aðeins persónulegt, bætir hann við. — Vélvæðing hefur skapað mikla og aukna möguleika til stækkunar búanna. Við Stefán þekkjum það frá fyrra ári, þegar við áttum tal við þá Guðmund bónda í Asi og Torfa bónda á Torfalæk, að það er ekki litið þannig á að menn séu framtalsskyldir í viðtali við okkur. Við spyrjum því Sigurð bónda, ósköp hógværir að því, hversu mik- inn húsakost hann hafi fyrir sinn búpening. — Á Geitaskarði er fjós yfir 32 nautgripi og nýlega byggð fjárhús fyrir 500 fjár, auk eldri húsanna, en þetta er allt mjög við vöxt og byggt fyrir framtíðina. — Og svo hrossin? — Ég á hús yfir öll mín hross. Meira fáum við ekki. Þegar talið berst að hrossunum verðum við þess vísari, að Valgerð- ur húsfreyja hefur mikið yndi af góðum hestum og gangliprir gæð- ingar eru í hærra mati sem heimilisvinir en hjá bónda hennar. — Við erum nú ekki sammála um allt við Sigurður minn, og stundum finnst mér hann nú jafnvel of bundinn starfinu. — Ég held þú megir láta þér vel líka að ég reyni að hlynna að þessu koti eins og ég er maður til. — Koti, kallarðu Geitaskarð kot! — Og að síðustu þetta. Munduð þið óska ykkar börnum annars og betra hlutskiptis en að staðfestast sem búendur í þessu héraði eða öðru slíku? — Nei, því maður verður að trúa því að með aukinni menntun ungs fólks vaxi það að félagslegum þroska og réttu hófsömu mati á sinni stétt, beri að standa saman og vinna að því að byggðir landsins verði sjálfum sér nógar félagslega. Að ungmennafélögin, sem áttu svo drjúg- an þátt í þvi á fyrstu áratugum þessarar aldar, að kveikja hugsjóna- eld í brjóstum æskunnar, verði endurvakin, sem aflgjafi menningar og manndóms. — Og svo viljum við bæta því við, segir Sigurður bóndi, að við teljum störf þeirra, sem til þess veljast að vera leiðbein- endur og kenna æskunni, eigi að vera svo hátt metin að í þau veljist gott fólk, því vafalaust á þjóðin meira undir starfi þeirra en velflestra annarra. Það er liðið langt á nótt. Við höfum dvalið hér lengur en til var ætlast í upphafi, og stytt hvíldartíma þessara ágætu hjóna. Ég hefi hreiðrað um mig í mjúku, fornu hægindi, sem er arfur úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.