Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 45
HÚNAVAKA
43
Við komumst niður á efsta pallinn. Þá erum við komin niður um eina
hæð. Þá eru þrír pallar eftir. Ohh! Nú heyrist svo greinilega þetta
brestandi snark eldsins, sem nagar þiljur og aflviði, — já, þetta snark,
sem enginn getur lýst til nokkurrar hlýtar. Það var að byrja að þrengj-
ast um andrúmsloftið, eldurinn gleypti það á heljarför sinni og reykurinn
mettaði það banvænum efnum. Var endirinn ef til vill ekki langt undan?
„Almáttugi Guð, hjálpaðu mér.“ Þetta var hljótt andvarp í huga
mínum. Ég endurtek það hvað eftir annað, án þess að varir minar bærist.
Það á sér dýpri rætur en varajátning. Ég finn að grip stúlkunnar um
handlegg minn verður æ fastara.
„Ó-ó, ég er að deyja!“ Þetta er lágt angistar- og kvalaóp, sem kemur
af vörum stúlkunnar eins og hálfkæfð stuna. „Guð, ó, Guð minn,“ bætir
hún við. Leiftursnöggt sé ég fyrir mér litlu stúlkuna, sem í morgun kall-
aði á mömmu sína. Ég nem staðar, gríp stúlkuna í fangið og æði ham-
stola niður stigann.
Hiti, reykjarsvæla, vábrestir í brennandi viði, örvænting, næstum tryll-
ingur! Já, þetta var að trylla mig! Aðeins eitt gat sigrast á þessum
ógnum — lífið!
Ég þekkti vel leiðina út úr brennandi húsinu. Nú var aðeins eftir að
komast síðasta spölinn. Og þarna, fyrir fótum okkar léku eldtungur
innan um kolsvarta reykjarhnykla. Afram! áfram! Nú gat ég ekki hald-
ið augunum lengur opnum, það var nístandi sársauki í þeim. Þetta var
skelfilegt! Ég lokaði augunum. Nú varð ég að fara í blindingjaleik við
bálið!
Ofsalegur hiti fer um fætur mína — og nú upp eftir líkamanum!
Ég veit að eldurinn læsist nú um föt mín! O-o-o! Afram nú, upp á lif
og dauða! Ég heyri mannaraddir! Er okkur borgið?
Ég verð að reyna að opna augun, þó að ég geti ekki bylt mér til. En
hvað allt er kyrrt og hljótt. Og svo er ákaflega dimmt. Það er vafalaust
komið kvöld — eða bara alla leið fram á nótt. En er ekki sumarnótt
núna? Þá ætti ekki að vera svona dimmt. Nei, það er dimmt vegna þess
að ég get ekki opnað augun. Hvað er þetta eiginlega? „Jóhanna, Jó-
ihanna, ertu þama, elskan mín?“ Ég reyni að kalla þetta, en ég verð
þess var, að ég skynja ekki einu sinni sjálfur rödd mína. En nú greini
ég mannsrödd. Æ, get ég nú ekki risið upp. Nei, ég get alls ekkert hreyft
mig. Eru þessi ósköp martröð? Aftur heyri ég mannsrödd. Nú heyri ég