Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Side 65

Húnavaka - 01.05.1962, Side 65
HÚNAVAKA 63 að engir turnar né hallir né kirkjuveggir tali hér, heldur það er menn hafa grafið upp úr moldarhjúpnum. I október 1910 fékk Þjóðminjasafnið vitneskju um gröf, er fannst í Ömt. Var þá farið að rannsaka leifar þessa horfna munkalífs nánar. Getur nú ferðamaður séð grunnlínur stórrar klausturkirkju, margra biskupahúsa og ábóta, og íbúðar- og vinnuhús bræðranna, er voru undir regluhaldi. Þá er kirkjugarðurinn, sem er alvcg einstæður. A engum öðrum stað finnast svo margar miðaldagrafir þar í landi, en þær eru taldar um 700. Meiri hluti líka hinna dánu eru grafin umbúðalaus, en einnig finnast menn grafnir á fjalir, í kistu, og einkum innan kirkjunnar, grafir hlaðnar úr tígulsteini. Nokkrar þeirra helztu, eru varðveittar með hlerum yfir, og þá þeim er lyft tekur við glerlok, er í gegnum sér bein hinna framliðnu í gröfum þeirra. Eru þar sýndar allar tegundir legstaðanna, leikmanna, munka, ábóta og biskupa. Eigi fannst mér svipur þessara höfðingja neitt gáfulegri en Páls Jóns- sonar biskups í Skálholti. En hinn gamli Oddaverji var fyrir nokkrum árum hafinn úr moldu, og færður fram í dagsljósið. Þess má geta um þær grafir, sem eru hlaðnar úr tígulstcini, að gerð þeirra er þannig, að þær eru kistulaga, en gafl þeirra má segja að sé gerður um axlir hinna framliðnu. En hlaðið því sérstakt útskot fyrir höfuðið. I hinum víðáttumiklu rústum sér nú gamalt hús, sem í er safn þeirra muna, er fundizt hafa hér. Fyrir framan það er stór flötur með margs konar gróðri, því að í fjölda reita rná greina ýmsar lækninga- litunar- og kryddjurtir, er munkarnir notuðu. í læknisdómi á miðöldum voru græðijurtir eða lyfjagrös, ræktuð í klausturgörðunum og voru notuð á margvíslegan hátt. Var af þeim gjört seyði, smyrsli, áburður alls konar og margs konar lyf t. d. kvefmeðul. Þegar allt fór í auðn á tímum siðaskipta, uxu lyfjagrös þessi vítt um hagann í flokki annarra grasa vallarins, unz sýnishornum af þeim var safnað hér saman. Er inn í húsið kemur er í öðrum enda þess safn ýmissa muna úr byggingunum, svo sem brot af steinsúlum o. s. frv. Þá er þar og steinkista skrautleg með glerloki, má þar sjá beinagrind Péturs Elefssonar biskups. En í hinum enda safnsins eru sýnisskápar með bein- um hinna framliðnu, skínandi hvítum og lesning með þeim, er lýsir dánarmeinum manna og þá um leið þeim sjúkdómum, er fólkið þjáðist af, er kom á hið mikla sjúkrabeð klaustursins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.