Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 38
36
HÚNAVAKA
Engin bönd hcldu henni frá að fara. Hún fór þennan dag fyrir hádegi.
Síðan hefur hún aldrei sézt í þorpinu.“
„En frændinn, Einar?" sögðum við.
„Já, hann fór suður fljótlega og festi ekki yndi eftir að Helga fór.
Brandur hafði stolið fötunum hans um nóttina og hann náði ekki í önn-
ur og á náttfötum einum gat hann ekki gengið til fundar við ástina sína.
Jói sagði að aldrei hefðu þau sézt saman Helga og hann, svo undarleg
er ástin.“ „Hvað hét þessi frændi?“ spurði ég. „Það sagði Jói mér ekki,“
svaraði Einar. Maðurinn, sem komið hafði með Gunnari, reis hægt á
fætur og tók glasið sitt.
„Skál fyrir ástinni, drengir, hennar vegir eru órannsakanlegir. Skál
fyrir frændanum og ykkar skál. Ég þakka ykkur kvöldið,“ hann setti
frá sér glasið. Það skall á borðið með brothljóði. „Að lokum, vinir,
frændinn hét Þórarinn.11
Hann strikaði fram gólfið. Einari svelgdist á. „Hver fjandinn, drengir,
hann heitir sjálfur Þórarinn. Þetta var þá hann. Hvernig gat ég vitað
þetta, drengir?“
Okunni maðurinn var horfinn út um dyrnar.
BJARNI PÁLSSON:
HAFT EFTIR GAMALLI KONU
Ekki hefur mikið meitt,
mildur lífsins straumur.
Ævi min var yfirleitt
eins og ljúfur draumur.
ÆFINTÝRI
Alls að njóta í auðnuför
enginn móti hefur,
þegar snótin ung og ör
undir fótinn gefur.