Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Side 84

Húnavaka - 01.05.1962, Side 84
82 HÚNAVAKA sitt, hitar á katlinum, gefur hestunum. Þeir eru góðir herbergisfélagar. Þeir eru rólegir þegar þeir hafa hey og skjól. I skálanum er timburpallur í öðrum endanum, sem við Rúneberg liggjum á, en hestarnir fyrir framan pallinn og við gefum þeim á pall- brúnina. Þctta kvöld er bezta veður, og við félagar hugsum gott til næsta dags og erum ákveðnir að rísa upp snemma, vera komnir fram fyrir Seyðisá þegar birti. \’ið ákváðum að skilja hestana eftir og ganga fram eftir, skilja þar, annar fari upp í Drög og norður á Kúluflá, en hinn fram með Þegjanda og austur í Tungur. \7ið vöknum snemma, gefum hestunum, fáum okkur hressingu, för- um svo fram Beljandatungur og skiljum þar. Rúneberg fer upp Seyðisár- drögin, en ég austari leiðina. Þegar ég kem að Þegjanda er áin auð svo ekki er annað að gera en vaða. Eins er þegar ég kem að Seyðisá útfrá, þegar ég er búinn að leita Tungurnar; ég mátti vaða upp í rass, en hvað um það, áfram skal halda. Þegar ég kem í skálann er Rúneberg kominn þar. Við höfðum ekkert fundið. Nú er farið að dimma í lofti. Við borðum, leggjum á klárana og höld- um af stað. Það sést nokkuð frá sér, svo að við getum leitað, enda svæðið ekki breitt út með Helgufelli að austan. Nú er ákveðið að fara í Kolku- skála í kvöld, þar er hey handa hestunum og hitunartæki fyrir okkur félaga. Klukkan um 12 leggjum við af stað, þá er bleytuhríð. Þegar við kom- um norður hjá Blöndutjörnum er farið að dimma. Við förum norður í Blönduvaðaflóa. Ég teymi minn hest og tek stefnu á Sandá, um það bil, sem bílvegur liggur yfir hana. Mér þótti verst að það mátti heita logn og hafði því ekki goluna til þess að styðjast við því að það var orðið svo blindað. Ég.lenti nú hér um bil rétt á Sandá, aðeins austar en vegurinn, en kom svo á veginn, þar sem hann liggur norður frá ánni. Nú hugsum við gott til að komast í skálann á Kolkuhól, þangað ætl- um við að vera 30 mínútur. Það eykur logndrífuna, er orðið mjög slæmt að fara og dimmt af nóttu. Ég teymi hestinn á undan, steypist oft á hrammana því ekkert sást og móótt. Mér fannst ég vera búinn að fara svo langt, að ég var viss um að ég hefði farið skakkt. Ég stoppa nú og segi Rúneberg, þetta sé
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.