Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 70

Húnavaka - 01.05.1962, Page 70
68 HÚNAVAKA En nú fer síldin að veiðast út af Horni og djúpt norður af Skaga. Og svo er það eitt kvöldið seinast í júní, að það heyrist kallað í talstöðina, að von sé á síld. Drengir eru sendir á reiðhjóli um staðinn, og nú þurfa hvorki ungmeyjar eða húsfreyjur að sofa. Áður en varir er kominn urmull af fólki niður á „plan“. Flestir eru í gúmstígvélum, með gúm- ermar og svuntur, með bitran hníf í annarri hendi, en disk i hinni. Það er öll prúðmennska farin af fólkinu, og nú þykist hver mestur, sem mest getur látið á sér bera, bæði til orðs og æðis. Það er eins og allir hafi sofið og hvílst, en nú er æpt og hlegið, unnið og jafnvel slegizt um vinn- una, svo að ekki sé talað um tunnurnar og síldina. Ekki mega hnífarnir sljóvgast, og prúðbúinn maður, sem er að flækj- ast á söltunarstöðinni, meðan \ erið er að salta, á þar ekkert erindi, nema helzt að fá á sig síldarslor og skammir kjaftforustu kerlinganna. Síldin „silfur hafsins11 er bæði falleg og góð. Við Islendingar kunnum ekki enn að notfæra okkur þær auðlindir hafsins, eins og efni standa til. Síldarbrœðsla: Og svo er það síldarbræðslan. Skip eftir skip kemur með síld til sölt- unar og bræðslu. Löndunarkraninn er settur á stað, og nú er landað. Skip koma og fara. Allt þarf að ganga fljótt. Ef ekki, þá eru hótanir, skammir og formælingar skipstjóranna yfirvofandi. Síldarþrærnar fyll- ast smátt og smátt. Þegar bræðslan byrjar hætta flestir karlmenn hér annarri vinnu og allir, sem til nokkurs eru nýtir fara i „bræðsluna“. Það er unnið dag og nótt. Mjölið þyrlast og lýsið rennur. Á ótrúlega stuttum tíma er bræðslu lokið, en mikil verðmæti hafa verið framleidd. Bræðslunni er lokið. Vélaskröltið og gufuhvæsið er hætt. Aftur eru unnin hversdagsleg störf. Það er stormur á miðunum. Síldarskipin koma í landvar og inn á hafnirnar. Mörg skip eru á höfninni og sjómenn í landi. Kvenfélagið heldur dansleik. Það er að afla fjár til félags- og líknar- starfsemi. Við skulum ekki ræða um ballið, en það kom nokkur fjárhæð í félagssjóð. LandbúnaSur: Það er í byrjun maímánaðar, sem ærnar fara að bera hér í kaupstaðn- um, og eru flestar tvílembdar. Flestir heimilisfeður eiga nokkrar ær og sumir heila hjörð af fallegum, feitum, lagðprúðum kindum. íslend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.