Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 64

Húnavaka - 01.05.1962, Page 64
62 H Ú NAVAKA sjúklingar lágu þar eða tekið var á móti og enn minna hvaða meðferð þeir fengu. Um sögu þessa klausturs í Omt vita menn óvenju mikið, því að annáll, sá eini af sinni gerð, er varðveitzt hefur frá klaustrum í Danmörku, er frá Ömt. Annállinn segir frá stofnun þess og þróun um fyrstu aldirnar, en auk þess er greinargóð lýsing á atburðum í klaustrinu og nafnkennd- um mönnum, er þar komu við sögu. Annað veifið er rætt um klaustur- byggingar. Allt þetta gjörði rannsókn á ritum þess auðveldari, er þær hófust. Fram til siðaskipta stóð klaustur þetta með miklum blóma. En þá tók því að hnigna, siðabótin taldi sér eigi skylt að efla þá verklegu og and- legu iðju, er í klaustrum var unnin. En þó er það svo, að margt það bezta í þessum siðum, sem er arfur Guðskristni miðaldanna, má telja til hinna helgu munka. Við siðaskiptin var það eigi lagt niður en frá 1538 fékk ábótinn í Sórey yfirumsjón með því ásamt öðrum klaustrum sömu reglu. En árið 1560 tók ríkið jarðeignir klaustursins, en byggingar þess voru gjörðar að konungs bústað, Emmuborg. Friðrik II. konungur dvaldi þar um skeið og kom í hug að gjöra það að setri konungs á Jótlandi. En 1561 — þegar Skanderborgarhöll var byggð og kirkjan þar 1572 — leið Emmuborg undir lok, því að klausturkirkjan og aðrar byggingar munka- lífsins voru rifnar og efnið notað til byggingar hinnar nýju hallar. Ur búgarði klaustursins var byggður bóndabær 1571. Lítil kapella var það eina, er um aldir fram minnti á forna frægð þessa munkaseturs. Þess má geta að enn munu vera við lýði hús, sem byggð eru af munka- steini og viðum klaustursins. Kirkjan stendur enn við Skanderborgarhöll og Islendingur, Valur Norðdal, bjó um skeið á gömlu herrasetri í grennd við Ry á Jótlandi. Húsið er gamalt stofuhús í dönskum stíl, byggt úr viðum frá Omt klaustri. En margar minjar liðinna alda varðveitir moldin mæta vel. Séu kann- aðir moldarhjúpar með álíka árvekni og lærdómi og þeir er leifar fornr- ar frægðar skópu, þá má lesa margt harla fróðlegt á moldarspjöldum sögu horfinna alda. Svo hefur hér farið. Arið 1910 var hafizt handa um að grafa í þessar klausturrústir ásamt kirkjugarðinum, hefur gefizt mikil fræðsla um húsaskipun og starfið í þessu munkalífi. Þegar keyrt er í hlaðið á eyk nútímans — bifreiðinni — þá má segja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.