Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 42

Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 42
Sr. JÓN KR. ÍSFELD: Lífi bjargaö frá logum Hvers vegna er allt svona kyrrlátt í kvöld. Það er líkt og svefnhöfgi hafi sigið á allt og alla. Sennilega er það vegna þess, að erill dagsins hafi yfirbugað sjálfan sig, verið of æsandi í sjálfum sér. Já, það mátti nú segja, að það var meiri gauragangurinn á öllu undanfarna daga — nei, eiginlega hafði allt verið í háa loftinu með hávaða og gauragangi und- anfarin ár. En hvernig stendur annars á þessari þungu kyrrð í kvöld? Bíðum við. Hvað kom fyrir? Það var áreiðanlega eitthvað, sem kom fyrir i dag. Æ, ég get bara ekki hreyft mig. Hvað kom fyrir? Ó, ég verð að muna það. Bíðum við. Eg held, að það sé að koma. Eg þarf bara að yfirvega atburði dagsins, eins og ég tók þátt í þeim. Svona — svona. Nú er þetta að koma. Já, nú koma atvikin eitt eftir annað, líkt og skrúðganga 17. júní eða á sjómannadaginn. Nú, þetta var þá svona: Sólin skín í heiði. Þrestirnir kvaka í krónum trjánna fyrir utan glugg- ann minn. Ég geispa, teygi úr mér og brölti svo fram úr rúminu. Svo framkvæmi ég þessi venjulegu morgunverk með því að raka mig, þvo mér, o. s. frv. Konan bíður mín brosmild að venju í eldhúsinu. Við ræðum mest um daginn, veginn og veðrið. Svo fer ég fram í forstofuna. Ég klæði mig í þunna rykfrakkann og læt upp gráa hattinn. Ég þoli áreiðanlega ekki hlýrri hlífðarföt í dag. Ég kalla til Jóhönnu, konu minnar. Hún kemur brosandi fram til mín. „Er ég að verða of seinn?“ spyr ég glaðlega, næstum barnalega, því að ég veit, að þessi spurning er óþörf, ég er alls ekki að verða of seinn til skrifstofunnar. Klukkan er aðeins 8.30, en ég á ekki að mæta fyrr en klukkan 9 — ég er ekki nema 10-12 mínútur þennan spöl milli heimilisins og skrifstofunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.