Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 82

Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 82
LÁRUS BJÖRNSSON, Grímstungu: Ettirleit á Auökúluheiöi veturinn 1953 Seint í nóvember 1953, kom til min Björn Pálsson, frændi minn á Ytri-Löngumýri, sem þá var orðinn oddviti Svínavatnshrepps. Bað hann mig að leita með sér að hrossum, sem vöntuðu, og talið var víst að sætu frarn á Auðkúluheiði. Sagði Björn mér að það hefði verið leitað nokkru áður, og þá fundu leitarmenn nokkur hross, en týndu aftur meri með folaldi. Hann taldi víst að liin hrossin, sem talað var um að vöntuðu, sætu framar en búið var að leita, eða jafnvel fram í Seyðisárdrögum. Gerði hann því ráð fyrir að við yrðum að vera 2 nætur á heiðinni. Okkur kom saman um að hittast ákveðinn dag á Kolkuhól, ég skyldi leita fram Kvíslar, en Björn og maður, sem hann hafði með sér, fram norðanverða Auðkúluheiði og svo hefðum við náttstað í skálanum á Kolkuhól. Ég lagði af stað þennan ákveðna dag. Þegar ég kem vestan úr Kvíslum í rökkri, þá eru þeir komnir Björn og Halldór Eyþórsson á Syðri-Löngumýri í skálann. Komið var kalsaveður á norðaustan. Mér þótti gott að komast í húsa- skjól, bæði mín vegna og hestsins. Þeir Björn og Halldór höfðu nóg hey handa hestunum. Svo var nú hitað á katlinum og rætt um hvemig leitað skyldi. Þeir sögðu mér að þeir hefðu séð hross við hliðið á Heygarðaásnum, þar sem girðingin liggur milli heiðar og heimalanda, en þeir voru þá komnir svo langt fram, að þeir sáu ekki hvoru megin þau voru við girðinguna, en gerðu frekar ráð fyrir að þau væm fyrir sunnan hana og hlutu þetta að vera hrossin, sem talið var að vöntuðu, nema folaldsmer- in, sem fyrri leitarmennirnir töpuðu, en hún gat ekki verið framarlega,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.