Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 82
LÁRUS BJÖRNSSON, Grímstungu:
Ettirleit á Auökúluheiöi
veturinn 1953
Seint í nóvember 1953, kom til min Björn Pálsson, frændi minn á
Ytri-Löngumýri, sem þá var orðinn oddviti Svínavatnshrepps.
Bað hann mig að leita með sér að hrossum, sem vöntuðu, og talið
var víst að sætu frarn á Auðkúluheiði. Sagði Björn mér að það hefði
verið leitað nokkru áður, og þá fundu leitarmenn nokkur hross, en týndu
aftur meri með folaldi. Hann taldi víst að liin hrossin, sem talað var
um að vöntuðu, sætu framar en búið var að leita, eða jafnvel fram í
Seyðisárdrögum. Gerði hann því ráð fyrir að við yrðum að vera 2 nætur
á heiðinni.
Okkur kom saman um að hittast ákveðinn dag á Kolkuhól, ég skyldi
leita fram Kvíslar, en Björn og maður, sem hann hafði með sér, fram
norðanverða Auðkúluheiði og svo hefðum við náttstað í skálanum á
Kolkuhól. Ég lagði af stað þennan ákveðna dag. Þegar ég kem vestan
úr Kvíslum í rökkri, þá eru þeir komnir Björn og Halldór Eyþórsson á
Syðri-Löngumýri í skálann.
Komið var kalsaveður á norðaustan. Mér þótti gott að komast í húsa-
skjól, bæði mín vegna og hestsins. Þeir Björn og Halldór höfðu nóg hey
handa hestunum. Svo var nú hitað á katlinum og rætt um hvemig
leitað skyldi.
Þeir sögðu mér að þeir hefðu séð hross við hliðið á Heygarðaásnum,
þar sem girðingin liggur milli heiðar og heimalanda, en þeir voru þá
komnir svo langt fram, að þeir sáu ekki hvoru megin þau voru við
girðinguna, en gerðu frekar ráð fyrir að þau væm fyrir sunnan hana og
hlutu þetta að vera hrossin, sem talið var að vöntuðu, nema folaldsmer-
in, sem fyrri leitarmennirnir töpuðu, en hún gat ekki verið framarlega,