Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 67
HÚNAVAKA
65
sýslu landsins hafa jafn margir kunnir læknar komið, einkum hand-
læknar frá Austur-Húnaþingi.
Einn af stærstu kirkjugörðum þessa lands frá fvrri öldum var við líði
á Þingeyrum, nokkuð fram yfir aldamót, en er nú græn flöt í vallartúni.
Mun eigi finnast þar meðal dáinna manna beinn vottur um sjúk-
dóma, er menn í nauð sinni hafa freistað að fá lækningu við hjá munk-
um klaustursins, því að á Þingeyrum, þar var helgur staður?
BJÖRGVIN O. GESTSSON:
MÁ ÉG LIFA?
Ég tala til þín tigni andi
og til þín spurningu kasta.
Sízt er ég að lasta
lagvissa tóna frá öðru landi.
Má ég lifa þótt ég devi?
Svarar þú ekki syni jarðar,
syndugum rnanni á heimsvegi,
þótt hann ekkert eigi
annað en blóm í frjósemi svarðar.
Eru blóm dæmd til að deyja?
Ó SÓL, Ó SÓL MÍN.
Ó sól, ó sól mín,
sigraðu jökulinn kalda
ó sól,
lát vermandi ljós þitt
lýsa og falda
sálina mína,
ó sól,
sigraðu jökulinn grimma,
sigraðu hugskuggann dimma,
sem hertekur brautina mína.