Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 84
82
HÚNAVAKA
sitt, hitar á katlinum, gefur hestunum. Þeir eru góðir herbergisfélagar.
Þeir eru rólegir þegar þeir hafa hey og skjól.
I skálanum er timburpallur í öðrum endanum, sem við Rúneberg
liggjum á, en hestarnir fyrir framan pallinn og við gefum þeim á pall-
brúnina. Þctta kvöld er bezta veður, og við félagar hugsum gott til næsta
dags og erum ákveðnir að rísa upp snemma, vera komnir fram fyrir
Seyðisá þegar birti.
\’ið ákváðum að skilja hestana eftir og ganga fram eftir, skilja þar,
annar fari upp í Drög og norður á Kúluflá, en hinn fram með Þegjanda
og austur í Tungur.
\7ið vöknum snemma, gefum hestunum, fáum okkur hressingu, för-
um svo fram Beljandatungur og skiljum þar. Rúneberg fer upp Seyðisár-
drögin, en ég austari leiðina. Þegar ég kem að Þegjanda er áin auð svo
ekki er annað að gera en vaða. Eins er þegar ég kem að Seyðisá útfrá,
þegar ég er búinn að leita Tungurnar; ég mátti vaða upp í rass, en hvað
um það, áfram skal halda. Þegar ég kem í skálann er Rúneberg kominn
þar. Við höfðum ekkert fundið.
Nú er farið að dimma í lofti. Við borðum, leggjum á klárana og höld-
um af stað. Það sést nokkuð frá sér, svo að við getum leitað, enda svæðið
ekki breitt út með Helgufelli að austan. Nú er ákveðið að fara í Kolku-
skála í kvöld, þar er hey handa hestunum og hitunartæki fyrir okkur
félaga.
Klukkan um 12 leggjum við af stað, þá er bleytuhríð. Þegar við kom-
um norður hjá Blöndutjörnum er farið að dimma. Við förum norður
í Blönduvaðaflóa. Ég teymi minn hest og tek stefnu á Sandá, um það
bil, sem bílvegur liggur yfir hana. Mér þótti verst að það mátti heita
logn og hafði því ekki goluna til þess að styðjast við því að það var
orðið svo blindað.
Ég.lenti nú hér um bil rétt á Sandá, aðeins austar en vegurinn, en kom
svo á veginn, þar sem hann liggur norður frá ánni.
Nú hugsum við gott til að komast í skálann á Kolkuhól, þangað ætl-
um við að vera 30 mínútur.
Það eykur logndrífuna, er orðið mjög slæmt að fara og dimmt af
nóttu.
Ég teymi hestinn á undan, steypist oft á hrammana því ekkert sást
og móótt. Mér fannst ég vera búinn að fara svo langt, að ég var viss
um að ég hefði farið skakkt. Ég stoppa nú og segi Rúneberg, þetta sé