Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 7
HÚNAVAKA
5
er duoriaðai'maður, húsmóðirin sér vel um sitt hlutverk á heimil-
inu. Glöð og iðin vinna þau störf sín og eru samtaka í því að létta
hvors annars byrðar. Þegar höfundur vísunnar virðir fyrir sér þetta
velferðar heimili, getur hann ekki orða bundizt, en nú orðar hann
hugsanir sínar þannig:
„Ó, hve lífsins ok er létt,
indælt gjörir það hjónabands stétt.“
Þannig tekst höfundinum á snjallan hátt að bregða upp fyrir
veizlugestunum í Flatey og síðar lesendum ljóða sinna, tveimur
merkilegum myndum úr samtíð sinni. En rúmlega öld síðar verða
menn einnig varir slíkra heimila og hann lýsir þarna. I fortíð, nú-
tíð og sennilega um að minnsta kosti næstu framtíð, verða slík lieim-
ili fyrir fundin í víðri veröld: Annars vegar, þar sem hamingjan rík-
ir, liins vegar ömurleiki ósættar, hamingjunni úthýst með hroka,
nornaskap og hverskyns ástleysi.
Þrátt fyrir það, að það virðist undir hælinn lagt, hvort verði hlut-
skiptið, stofnar megin hluti mannkynsins til hjúskapar á öllum öld-
um, og á hvaða menningarstigi sem er. Alls staðar verður tvískipt-
ingarinnar vart, hvar svo sem er í heiminum.
III.
Frá sjónarmiði kristinnar kirkju, hefir hjónabandið ætíð verið
talið meðal helgidóma mannanna. Meðal annars vegna þess, hefir
hjónavígslan verið gerð sem hátíðlegust frá hendi kirkjunnar.
En áður en til hjónavígslunnar kemur, hefir að sjálfsögðu sitt-
hvað farið fram milli hjónaefnanna og jafnvel aðstandenda þeirra.
En slíkt er yfirleitt svo einstaklingsbundið, að ekki er hægt að lýsa
því, svo að neinu nemi eða fulltæmt verði.
En snúum okkur nú að því, lesari góður, að skyggnast aftur í
tímann, um það leyti, sem Jón Thoroddsen yrkir brúðkaupskvæðið
í Flatey.
Þegar piltur og stúlka, eða karl og kona, hafa orðið ásátt um, að
þeim muni bezt að „rugla saman reitunum", eins og sagt var, fara
þau að sjálfsögðu að leiða hugann að þeim skilyrðum, sem verða að