Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 119
HÚ NAVAKA
117
Varð því erfitt víða, að afla nægra heyja handa búfénaði komandi
vetur. Mér virtist að einkum ein brekkan í Stapahólunum væri
mjög vel sprottin, en ég áleit hana vera grýtta — að steinar hefðu
hrunið í hana úr grjóthólunum umhverfis — og ákvað því að nota
hana eigi til slægna. Nágranni minn, heimilsmaður á Arbakka, Ól-
afur Ólafsson, bóndi í Kambakoti, fékk leyfi hjá mér til þess að
nytja brekkuna. Auðvitað hafði ég heyrt talað um að brekkan væri
„álagablettur" og ég, sem landeigandi, yrði fyrir óhappi á búpen-
ing mínum ef ég hlýddi eigi, en ég lagði lítinn trúnað við, áleit
slíkt marklaus munnmæli.
Nokkru síðar er ég staddur í Höfðakaupstað í verzlunarerindum.
Þar bjó gamall maður, Jón Benjamínsson, sem kunnugur var stað-
háttum á Vindhæli. Fundum okkar bar saman 02, hann seoir: „Er
jrað satt, Lárus, að þú hafir lánað brekku í Stapahólnum til slægna?"
Eg svaraði því játandi. Hann segir: „Það áttir þú ekki að gjöra.
Þetta er álagablettur." Féll tal okkar um þetta svo niður.
Nú leið og beið, svo sem komizt er að orði.
Ég átti meðal annars þrjá hesta ekki komna á tamningsaldur. Þeir
voru bræður, rauðir að lit með hvíta stjörnu í enni. Nú var vetur
genginn í garð sama ár og áður greinir frá. Þann 7. des. 1927 var
auð jörð að mestu, en uppgangsveður á norðaustan — stórhríðarút-
lit. Hross mín ásamt mörgum fleirum voru upp í Vindhælisennum
og litlu utar í Árbakkagrænum. Nú sé ég að þau leggja leið sína
niður „græna flóa“ og í Stapahóla. Ég vissi að þar var gott skjól
fyrir þau og lét þau sjálfráð. Um kvöldið gekk í stórhríð með mikl-
um veðurofsa og fannkomu, er stóð í tvo sólarhringa, en birti og
lægði veðrið að nokkru á þriðja degi. Var þá farið að gæta hross-
anna í Stapahólunum. I brekkunni, sem ég lánaði til slægna sumarið
áður, lágu nú dauðir allir rauðstjörnóttu bræðurnir, sem áður voru
nefndir. Grár hestur, fullorðinn, sem ég átti, hafði einnig leitað
í þessa sömu brekku til þess að fá skjól, en auðsjáanlegt á snjóskafl-
inum í brekkunni að hann hafði fært sig stöðugt neðar í skaflinum,
eftir því, sem snjórinn hækkaði á honum og lét sig ekki fenna til
dauða.
Sennilegt þykir mér að hér hafi tilviljun ráðið, þótt hins vegar
staðfesti forna trú. Og aldrei lánaði ég eða nytjaði til slægna brekk-
urnar í Vindhælisstapahólunum eftir þennan atburð.
Lárus G. Guðmundsson, Höfðakaupstað.