Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 8
6
HÚNAVAKA
vera fyrir hendi, til þess að hjónavígsla geti farið fram. Mörgum
var það að litlu einu ljóst, svo að þau urðu að leita upplýsinganna
hjá öðrum. Eðlilegast var þá, að leiðin lægi til sóknarprestsins, sem
ætlað var að framkvæma hjónavígsluna. Jafnframt var tækifærið
notað til þess að óska eftir því við prestinn, að hann lýsti með hjóna-
efnunum.
Hér skulu talin þau helztu skilyrði, sem hjónaefnin þurftu að
fullnægja:
1. Karlmaðurinn mátti ekki vera yngri en tvítugur, stúlkan ekki
yngri en 16 ára. Þau skyldu bæði vera fermd og hafa gengið
til altaris, einu sinni eða oftar.
2. Hafi annaðhvort hjónanna eða bæði verið gift, verða þau að
vera laus við sitt fyrra hjónaband, og hvorugt má vera skuld-
bundið að lögum til að giftast einhverjum öðrum. Sé fyrra
hjónabandið leyst á þann veg, að hjónin séu skilin, en séu þó
bæði enn á lífi, verður það að hafa verið gersamlega ómerkt,
annaðhvort með konunglegu leyfisbréfi ("sem leyfi því, sem
aftur vill giftast, að giftast á ný) eða með dómi, sem prestinum
skal sýndur. Sé hinsvegar annað hjónanna dáið, má ekkillinn
ekki kvænast aftur, fyrr en eftir 3 mánuði frá láti konunnar,
— en ekkjan ekki fyrr en eftir 12 mánuði frá láti mannsins. í
lögunum segir m. a. svo: „En séu þau af bænda- eða almúga-
stétt, má þó ekkillinn kvongast eftir 6 vikur og ekkjan giftast
eftir 3 mánuði, sé það sannað með vottorði læknis eða eiðsvar-
innar yfirsetukonu, að hún sé ekki ólétt eftir fyrra mann sinn.“
3. Skilyrðið er það, að brúðhjónaefnin væru ekki skyld „né tengd
í forboðna liðu“, eins og Jrað er orðað í lögunúm.
4. Engan holdsveikan má gefa í hjónaband.
5. Sé stúlkan yngri en 18 ára, verður hún að hafa samþykki for-
eldra sinna eða fjárhaldsmanns, nema hún sé ekkja. Sé hún
eldri en 18 ára, en yngri en 25 ára, þarf samþykki fjárráðanda
hennar, og sama gildir um karlmanninn, nema hann hafi áður
fengið leyfi til að vera fjár síns ráðandi áð öllu leyti. Svo segir
orðrétt í lögunum: „Mótbárur foreldra, fjárhaldsmanna og
forráðanda getur yfirvaldið ónýtt“.
6. Þau, sem áður hafa gert sig sek í hórdómi hvort með öðru,
mega ekki eigast án konungsleyfis.
7. Engan vitstola má gefa í hjónaband.