Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 98
<)('.
HÚNAVAKA
var þcá veikur og andaðist eftir fárra daga legu. Var síðan bú hans
selt. Arndís systir mín fór í fóstur til föðursystur okkar að Gunn-
arsstöðum, en önnur föðursystir okkar, Kristjana, gift Vigfúsi bónda
Hjaltalín í Brokey, vildi fá mig í fóstur, en ráðskona föður míns
sótti svo fast að hafa mig áfram, að það var látið eftir henni. Var
ég hjá henni til 11 ára aldurs, en þá dó hún úr brjóstveiki. Var ég
þau ár í Hjarðarholti, þar til síðasta árið að hún var látin fara, þá
veik orðin. Er hér var komið sögu vildu föðursystur mínar fá mig til
sín, og gekk gott eitt til, en J:>á fannst mér frændlið mitt koma of
seint á vettvang og var ekki viðmælandi. Um sumarið var ég smali,
samkvæmt ráðningu, en um haustið réð ég mig sjálfur, með eftir-
farandi samþykki föðurbróður míns og fjárráðamanns, sem mat-
vinnung hálft annað ár, að Glerárskógum í Hvammssveit. Var það
stórt heimili og gott, miðað við það, sem þá gerðist, og nóg að gera,
einkum við fjárgæzlu. Atti ég heimili Jxar til 19 ára aldurs. Vorið,
þegar égvar 1(3 ára, var ég hjá Einari Helgasyni í Garðyrkjustöðinni
í Reykjavík. Næsta vor var ég á skútu frá Stykkishólmi, frá byrjun
apríl fram í miðjan ágúst. Og næsta vor Joar á eftir var ég háseti á
einmöstrungshorni frá Stykkishólmi í 2 mánuði og fékk J)á nóg af
sjómennskunni, enda lítið í aðra hönd. Þá um haustið fór ég á
unglingaskóla í Hjarðarholti um 3ja mánaða skeið. Næsta vetur
naut ég þar aftur kennslu, meðan skólinn starfaði, þá utan skóla.
Þriðja veturinn var ég allan í Reykjavík og las þar undir 4. bekkjar-
próf og tók það um vorið. Síðan 3 vetur í menntaskóla og stúdents-
próf. Og glaður var ég, er þeim áfanga var náð.
Hvað tók svo við, er ynenntaskólanámi var lokið?
Sumarið 1916, er fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst, sigldi ég til
Kaupmannahafnar, flutti inn á Garð og fékk garðsstyrk. Hóf ég svo
nám í hagfræði. Byrjunarbækurnar voru: „Borgerlig ret“, „National-
ökonomi“ og „Danmarks statestik". Borgerlig ret er einnig lesin
af lögfræðinemum. Sú bók vakti áhuga minn á því fagi, National-
ökonomi var fróðleg og vekjandi, en Danmarks Statestik var fyrir
neðan allar hellur, að mér fannst. Nóg var lesmálið, 1000 síður.
En innihaldið varðaði mig, sem íslending, ekkert um. Hvað kom
mér við hvað Danir áttu mörg svín, kýr, hænsni o. s. frv., eða hvað,
og hvað mikið, Danir framleiddu á landi sínu, eða fiskuðu. Nei,
Jjað var alveg vonlaust. Ég ákvað að leggja Statestikkina alveg á hill-
una, en lesa aðrar bækur fagsins, en fara síðan lieim við tækifæri