Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 157
HÚNAVAKA
155
og kraftar leyfðu. Kom snemma í ljós hjá henni mikill dugnaður,
vinnusemi og myndarskapur. Ungfullorðin var hún um tíma í
Reykjavík og lærði þar saumaskap. Þá var hún um nokkur ár
vinnandi á myndarheimili Möllersfjölskyldunnar á Blönduósi og
voru slík heimili góður skóli fyrir ungar efnisstúlkur. Fór hún síðan
að Haukagili og var þar um skeið, áður en hún sjálf fór að búa.
Hinn 23. júní 1911 giftist hún Guðmundi Magnússyni bónda í
Sunnuhlíð, sem þá nefndist Kot eða Torfastaðakot. Hún var þá
28 ára gömul, er lífsstarf hennar hófst fyrir alvöru. Kom brátt í
Ijós, hve mikið var í þessa myndarlegu ungu konu spunnið og hve
vel hún var undir það búin að gegna móður- og húsmóðurstörfun-
um. Mátti segja að þau hjónin væru samvalin í dugnaði, áhuga og
útsjónarsemi við búskapinn og framfærslu heimilisins. Býlið mátti
heita fremur kostarýrt. Börnunum fjiilgaði svo að segja með hverju
ári og árferðið fyrstu búskaparárin þeirra var mjög erfitt og stund-
um afleitt. Samt sem áður komust þau vel af og voru jafnan fremur
veitandi en þiggjandi. En hvíldartíminn hjá hvorugu þeirra mun
ekki ævinlega hafa verið langur.
Eftir rúmlega 23 ára sambúð missti Guðrún mann sinn, er hann
varð úti haustið 1934 á Sauðadal. Var það tilfinnanlegt áfall fyrir
fjölskylduna alla, en þá ekki sízt sýndi Guðrún vel hversu mikið
táp og kjarkur bjó í henni. Næstu 2 árin bjó hún áfram með börn-
um sínum, en brá þá búi og fluttist um eins árs skeið að Steinnesi
með Rannveigu dóttur sína. Fluttist hún þá aftur að Sunnuhlíð og
gerðist bústýra hjá Gesti syni sínum og annaðist um heimili hans
Jrar til hann giftist árið 1953. Var hún síðan áfram hjá þeim hjón-
um og fluttist með þeim að Kornsá árið 1962. Átti hún þar heimili
upp frá því, en dvaldist síðustu árin öðru hvoru á sjúkrahúsinu á
Blönduósi, er heilsan var tekin svo mjög að bila.
Guðrún og þau hjónin eignuðust alls 8 börn. Misstu þau fyrsta
barn sitt við fæðingu og ennfremur uppkominn son, Kjartan að
nafni, mikinn efnispilt. Hin börnin hennar, sem lifa, eru: Björn
bílstjóri í Reykjavík, kvæntur Kristveigu Kristvinsdóttur, Guðlaug-
ur, kaupm. s. st., kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur, Gestur, bóndi
á Kornsá, kvæntur Kristínu Hjálmsdóttur, Gunnar, bílstjóri í
Reykjavík, kvæntur Hansínu Magnúsdóttur, Sigurður, málara-
meistari s. st., kvæntur Elínu Björk Hallgrímsdóttur og Rannveig
Ingibjörg Andersen, húsfrú, búsett í Noregi. Allt eru þetta dug-