Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 183
HÚNAVAKA
181
kirkjukórasambands Húnavatns
prófastsdæmis.
Dagana 15. og 16. marz sl. fór
fram fjársöfnun til bágstaddra í
Biafra á vegum þjóðkirkjunnar
og nokkurra félagasamtaka.
Söfnuðust krónur 80 þúsund í
Þingeyraklaustursprestakalli, en
ákveðið er að söfnun standi fram
yfir páska. Skólabörn úr 4., 5. og
6. bekk Barnaskólans á Blöndu-
ósi efndu til skemmtisamkomu
og hlutaveltu og öfluðu kr.
5.525.00 er rann til Biafrasöfn-
unarinnar. Fjársöfnunarnefnd á
Blönduósi skipuðu: Sr. Árni Sig-
urðsson, Baldur Valgeirsson,
Kristófer Kristjánsson, Sigríður
Hermannsdóttir og frú Þórhild-
ur ísberg.
Félagsstörf.
Á sl. hausti var stofnað á
Blönduósi til æskulýðsstarfs á
vegum nokkurra félagasamtaka
í bænum. Starfað hefir verið í
tveim flokkum drengja og
stúlkna á aldrinum 12 ára og
eldri.
Komið hefir verið saman einu
sinni í viku í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Leiðbeinendur
drengjaflokks hafa verið Einar
Evensen, Þorsteinn Sigurjóns-
son, Jón Hannesson og Skarp-
héðinn Ragnarsson.
Frú Annie Evensen hefir leið-
beint í föndurflokki stúlkna og
var sýning á handavinnu þeirra
haldin í Félagsheimilinu þriðju-
daginn 4. marz sl.
,,Opið hús“ hefir verið í Fé-
lagsheimilinu hálfsmánaðarlega
þar sem unglingarnir hafa kom-
ið saman við leik, spil og hljóm-
list á föstudagskvöldum. Erling-
ur Karlsson leikfimiskennari
hefir veitt starfseminni forstöðu,
sem hefir jafnan verið vel sótt.
í æskulýðsnefnd Blönduóss
eru: Sr. Árni Sigurðsson formað-
ur, Sigurborg Gísladóttir gjald-
keri, Baldur Þorvaldsson, Bald-
vin Kristjánsson, Knútur Bern-
sen og Zophanías Zophaníasson.
SKÁKFRÉTTIK.
I. Skákþing Noiðlendinga 1968.
Skákþing Norðlendinga 1968
var haldið á Blönduósi um ára-
mótin 1967—68 og sá Taflfélag
Blönduóss og nágrennis um það.
Er þetta í þriðja sinn,. sem þing-
ið er haldið á Blönduósi, en áður
var það haldið þar fyrir árin
1961 og 1964. Má til gamans
geta þess, að næst Akureyri hef-
ur þingið verið oftast haldið á
Blönduósi. Næstur er Sauðár-
krókur með 2 þing. Þátttakend-
ur á þinginu voru 13, þar af 8
í meistaraflokki og 5 í fyrsta
flokki.
Úrslit urðu þau, að sigurveg-
ari og þar með Skákmeistari