Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 174
172
HÚNAVAKA
Stefán Þorkelsson.
Alti seeli i fyrstu stjárn félagsins.
þær báðar með ágætum, en síð-
an hefir ekki, þrátt fyrir tilraun-
ir, tekizt að koma á skemmtiferð
svo að teljandi sé, þó fóru nokkr-
ir félagar saman á Iðnsýninguna
í Reykjavík 1966.
Árið 1962 fór félagið að beita
sér fyrir því að fá hingað kvik-
myndir, bæði fræðslu- og
skemmtimyndir og bauð þá yfir-
leitt þeim, er vinna við iðnað að
liorfa á þær ásamt félagsmönn-
um, og hefur svo verið meira og
minna síðan.
Árið 1963 er Björn Einarsson,
húsasmíðameistari gerður að
heiðursfélaga.
Nú hin síðari ár hefur félagið
hafið kaup á ýmsum tæknibók-
um er út hafa komið, og hyggst
með því koma upp tæknibóka-
safni, sem félagsmenn ættu að-
gang að. Veturinn 1965 gekkst
félagið fyrir kvöldnámskeiði í
ensku, allmikil þátttaka var, en
þó hefur ekki verið ráðizt í slíkt
síðan.
Árið 1966 sóttu allmargir fé-
lagsmenn fræðslufund á Sauðár-
króki, sem haldinn var að til-
hlutan Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands, og sóttu hann iðnaðar-
menn úr öllu kjördæminu.
Á sl. árum hefir oft verið rætt
nokkuð um það að félagið
styrkti eitthvað Félagsheimilið á
Blönduósi, t. d. í sambandi við
innréttingu eldhússins, sem
mjög er orðið aðkallandi, og
væri það sannarlega verðugt
verkefni iðnaðarmanna.
Á sl. ári gerðist það að í félag-
ið gekk Ragnheiður Þorsteins-
dóttir, hárgreiðslukona, og er
hún fyrsta og eina konan, sem í
félagið hefur gengið og var hún
sérstaklega boðin velkomin.
Eins og tekið var fram í upp-
hafi voru stofnendur 8, síðan
liafa gengið í félagið 60 manns
og sumir jafnvel tvisvar hafi þeir
flutt burtu um einhvern tíma,
en komið svo aftur og er nú fé-
lagatalan 38.
Klemenz Þórðarson, fyrsti for-
maður félagsins var það aðeins
í eitt ár, síðan hafa verið for-
menn félagsins þeir: Stefán Þor-
kelsson, í 7 ár, Guðmann Hjálm-
arsson, í 5 ár, Björn Einarsson,