Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 84
HAFSTEINN JÓNASSON FRÁ NJÁLSSTÖÐUM:
Um vetur 1916-1917
Það var í byrjun jólaföstu, sem bóndinn í Þórormstungu kom upp
að Vöglum í Vatnsdal til Benedikts Jónassonar bónda þar og bað
hann um að fá mig lánaðan upp að Löngumýri, til þess að sækja
þangað hest, sem Gísli Jónsson í Þórormstungu hafði keypt af
gömlum manni, sem var á Ytri-Löngumýri.
Eg var á þessum árurn vinnumaður ltjá Benedikt og færir hann
í tal við mig, hvort ég vilji reyna að sækja þennan hest. Einnig hafi
hann verið beðinn að láta taka þrjú hross, sem Sigurður Jónsson
eigi í Stóradalsseli. Það voru fjögurra vetra foli og tvö tryppi, eins
og tveggja vetra. Ekki var ég hrifinn af þessu fyrirhugaða ferðalagi
og kom þar margt til. Ég var mjög ókunnugur þessari leið, þó að
ég hefði farið þetta áður. Ég var mjög vanbúinn af öllum fatnaði,
t. d. átti ég engin „utan yfir föt“ og var með öllu óharðnaður ung-
lingur nýorðinn 15 ára. Það dró líka úr mér kjark að töluverðan
snjó hafði sett niður þá rétt áður og dagur var orðinn mjög stuttur.
Þó kunni ég ekki við að neita og var þá þessi ferð ákveðin.
Nokkru síðar lagði ég af stað í drungalegu veðri, en sæmilega
fjallabjörtu. Ég fór yfir fjöllin eða réttara sagt framan við þau og
stanza ekki fyrr en í Marðarnúpsseli. í Marðarnúpsseli bjuggu þá
síðustu ábúendurnir, sem þar voru. Þetta voru gömul, bláfátæk
sómahjón, sem öllum vildu gott gjöra, bóndinn hét Jóhann, en
konan Solveig. Ég hef þarna litla viðdvöl, því að farið var að dimma
í lofti og bakki að koma inn um norðurfjöllin. Ég hraðaði mér sem
mest ég mátti, enda þá eldléttur á fæti, og tók stefnuna þráðbeint
á Stóradal. Þangað hafði ég komið nokkrum árum áður og þekkti
ég því bóndann þar. Ég var staddur rétt framan við túnið í Litla-
dal, þegar síðasta dagskíman var að fjara út. Þá var komin hlaðnings
fannkoma, þó hélt ég áfram og reyndi að taka stefnu á Stóradal.
Ég fann bæinn og barði að dyrum. Eftir góða stund kom til dyra