Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 91
HÚNAVAKA
89
aftur í aldirnar til at.burða, sem hafa gerzt í þessu fagra héraði.
Hér er Reykholt, Húsafell og fleiri sögufrægir staðir, þar sem þeir
menn hafa setið, sem gert hafa garðinn frægan.
Við ökum ylir Hvítá og rétt áður en við rennum í lilaðið á Hvann-
eyri mætum við hóp af Hvanneyringum, sem eru að fara í land-
mælingar undir stjórn eins kennarans. Okkur verður hugsað aftur
í tímann þegar við vorum krókloppnir við mælingar á Hesthús-
lautinni á Hólum, en þá var veðrið líka ólíkt og nú. Það var norðan-
bruni, svo að menn urðu að berja sér til að halda á sér hita. Við
veifum til piltanna og þeir svara okkur í sömu mynd.
Rismiklar byggingar rísa hér af grnnni og á öllu virðist vera
myndarbragur. Guðmundur Jónsson skólastjóri tekur á móti okkur
og býður okkur velkomna. Brátt erum við setztir að snæðingi í
hinum rúmgóða borðsal og allir gera matnum góð skil. A meðan
setið er yfir borðum segir skólastjórinn okkur frá búskapnum á
Hvanneyri.
Nú kemur kurr upp í liði Hólamanna. Sumir vilja vera liér til
kvölds, en aðrir fara strax til Reykjavíkur og komast í Þjóðleik-
lnisið um kvöldið og sjá gamanleikinn „Koss í kaupbæti“. Það verð-
ur að ráði að aðgöngumiðarnir eru pantaðir og nú verðum við að
hraða okkur. Við skoðum staðinn undir leiðsögn skólastjóra og
virtist mér á öllu vera fyrirmyndarbúskapur. Nú er komið að því
að kveðja Hvanneyringa. Árni Pétursson, fararstjóri okkar, þakkaði
viðtökurnar og ógleymanlega samverustund, sem gjarnan hefði mátt
vera lengri. Hvanneyringar hrópuðu þrefalt húrra fyrir okkur og
við svöruðum í sömu mynd.
Síðan var haldið af stað til Reykjavíkur og þangað komum við
klukkan átta um kvöldið og fórum strax í Þjóðleikhúsið og sáum
„Koss í kaupbæti“. Lítið bókmenntalegt gildi fannst mér hann hafa,
en það var hægt að hlæja að honum, enda víst til þess ætlazt. Að
leiknum afstöðnum fór hver að leita sér að næturstað og gekk það
víst misjafnlega.
Klukkan átta um morguninn eftir áttu allir að vera komnir til
Ferðaskrifstofunnar, því þá var ferðinni heitið austur yfir fjall. Ég
var einna fyrstur kominn á staðinn um morguninn, en brátt týnd-
ust strákarnir að úr öllum áttum, þar til engan vantaði nema farar-
stjórann, en ekki leið á löngu þar til hann birtist með sólhattinn á
höfðinu.