Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 19
H Ú N AVA K A
17
var, að þær stæðu 2—3 daga, og var síðari daginn eða dagana boðið
ýmsum, sem ekki sátu þar á sjálfan brúðkaupsdaginn.
IX.
Eg hefi stiklað hér á stóru. En alltaf er hægt að bæta um, ef betur
veit annar. Það skal tekið fram, að ýmislegt í sambandi við brúð-
kaupið var breytilegt eftir landshlutum, sérstaklega að því er snerti
brúðkaupsveizlurnar.
Samkvæmt því, sem ég hefi stiklað á í stórum dráttum hér að
framan, gefur það auga leið, að ekki var það með öllu fyrirhafnar-
laust að stofna til hjónabands ,,í gamla daga“, eins og við munum,
lesari góður, kalla öldina, sem leið. Það var líka kostnaðarsamt að
stofna til brúðkaupsins. Stundum fór líka svo, að hjón voru mörg
ár að greiða þær skuldir, sem þau höfðu stofnað til við brúðkaup
sitt. Auðvitað urðu brúðargjafirnar oft til þess að létta undir þessar
byrðar, en sjaldan til þess að kvitta þær að fulln þegar í stað.
Því miður fór oft þannig um sambúðina, að hún varð ekki í réttu
hlutfalli við veizluhöldin á brúðkaupsdaginn. Það er svona, eins
og gengur, að vísurnar lians Jóns Thoroddsen reynast sannorðar,
þegar um hjónabandið er að ræða. Sum hjónaböndin eru heillarík,
(innur ekki. En þrátt fyrir það var það svo áður og er enn þann dag
í dag, að heimilin eru máttarstoðir þjóðfélagsins. Sterkir eru þeir
stólpar, sem kallazt geta hamingjusöm hjónabönd og eru, eins og
þeim er ætlað að vera: heilög hjónabönd.
Ég vil svo ljúka þessum orðum með ósk og bæn um það, að Guð
blessi og helgi hjónaböndin meðal þjóðarinnar, bæði í nútíð og
framtíð.