Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 25
HÚNAVAKA
23
til kirkjubyggingarinnar. Þá bárust kirkjunni nokkrar gjafir, t. d.
gáfu þeir Pétur Sæmundsen og Jóhann Möller sínar 100 kr. hvor
og Höepfner gaf 200 kr. Komu loforð um þessi framlög strax þegar
um kirkjuflutninginn var rætt. Þá var einnig selt orgel fyrir kr.
110.00 og haldin hlutavelta, sem gaf rúmar 100 kr. í tekjur. I al-
menna kirkjusjóðnum var tekið lán að upphæð kr. 1000.00, og gjöld
á safnaðarmönnum tvöfölduð í bili. Var þá fenginn mikill hluti
af byggingarkostnaðinum. Það sem eftir stóð, sem mun hafa verið
á sjöunda hundrað krónur, lánuðu verzlanirnar á Blönduósi, þær
Möllers- og Höepfnersverzlun. Stóð þetta lán hjá þeim um nokkur
ár. Þannig var þá fengin lausn á fjármálahlið byggingarinnar og
verður ekki annað sagt en að sú lausn hafi verið eftir öllum ástæðum
góð. Munu þeir, sem þessa hluti höfðu með höndum, hafa sýnt
ráðdeild og hyggindi fyrir kirkjunnar hönd eins og vænta mátti
af þeim. Skuldirnar voru ekki nema 1600—1700 krónur, og þó að
það væri nokkuð mikil upphæð á þeirra tíma mælikvarða, þá var
þó ekki hægt að segja, að það væri söfnuðinum ofraun að standa
undir þeim, enda gekk tiltölulega vel að greiða þær að fullu. Til
þess að losna við verzlunarskuldirnar var skömmu síðar tekið nýtt
lán úr kirkjusjóðnum að upphæð kr. 300.00.
Það fór nú svo, að enda þótt ákveðið væri 1893 að viðhalda graf-
reitnum og gömlu kirkjunni á Hjaltabakka, þá stóð það ekki lengi,
sem vænta mátti. Litlu hefir sennilega verið kostað til líkhússins
og það fór smáhrörnandi. Það segir sig líka sjálft, að svona litlum
söfnuði var ofviða að viðhalda í sómasamlegu standi tveim kirkjum.
í vísitasíuferð frá 1899 kemur fram að húsið er mjög tekið að láta á
sjá og leggur prófastur þar til, með því að garðurinn var að mestu
útgrafinn, að sótt yrði um leyfi til að leggja niður líkhúsið og taka
upp nýjan grafreit á Blönduósi. Um þetta mál var svo haldinn safn-
aðarfundur á Blönduósi í des. þetta sama ár og samþykkt með 21
atkv. gegn 1 að taka upp nýjan kirkjugarð á Blönduósi. Var umsókn
um þetta afgreidd til biskups fyrir jólin og biskupsleyfið veitt 24.
jan. 1900. Skyldi þó garðinum á Hjaltabakka viðhaldið fyrst um
sinn. Aldamótaárið er svo garðstæðið valið og bráðabirgðagirðing
sett upp kringum það. Líkhúsið er þá selt fyrir kr. 263.50, að því
er virðist skólanefndinni á Blönduósi, að undanteknu altarinu, sem
selt var frú Hansínu prestsekkju á Hjaltabakka.
í upphafi var garðurinn aðeins 50 álnir á annan veginn og 25