Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 46
44
HÚNAVAKA
Mceðginin i Bólstaðarhlið.
Halldóra Erlendsdóttir, eigandi liinna miklu Bólstaðarhlíðar-
eigna, var ekkja Þorsteins Benediktssonar í Bólstaðarhlíð. Hún var
kona stórættuð. í föðurkyn voru hið næsta í beinan karllegg þrír
merkir húnvetnskir prestar, en þá tók við Páll Grímsson sýslumað-
ur á Holtastciðum. í móðurkyn var Halldóra komin af Jóni biskupi
Arasyni. Vcrru þau sýslumannshjónin í Bólstaðarhlíð fjórmenning-
ar, bæði komin al Jóni Arasyni um Björn jónsson officialis á Mel.
Föðurætt Þorsteins sýslumanns var beinn karlleggur til síra
Björns á Mel Jónssonar (biskups Arasonar). Sonur síra Björns var
Magnús lögréttumaður, síðast á Hofi á Höfðaströnd, faðir Björns
lögréttumanns í Bólstaðarhlíð, föður Benedikts lögréttumanns þar,
en sonur hans var Þorsteinn sýslumaður. Móðir Þorsteins sýslu-
manns var Guðrún alsystir Einars biskups Þorsteinssonar. Móðir
Benedikts lögréttumanns og amma Þorsteins var Oddný Jónsdóttir
frá Gunnsteinsstöðum, sú, er Björn afi Þorsteins sýslumanns rændi
úr föðurgarði og mikil málaferli hlutust af. Oddný var sonardóttir
Einars Þórarinssonar lögsagnara í Bólstaðarhlíð, föðurfciður Þor
láks biskups Skúlasonar, en móðir Oddnýjar var Rannveig Egils-
dóttir lögréttumanns á Geitaskarði Jónssonar.
Það stóðu því merkar ættir að Jreim sýslumannshjónunum báðum
og auðugar. Þorsteinn fékk miklar jarðeignir eftir föður sinn og
Halldóra kom ekki tómhent úr föðurgarði, því að Erlendur prestur
Ólafsson á Mel, faðir hennar „var maður auðugur og eftirgangs-
samur um það, sem hann þóttist eiga og átti því stundum málaþras
við menn“ (Isl. æviskr.).
Þorsteinn mun fædclur skömmu fyrir 1650 og hefir því verið ára-
tug eldri en Halldóra, sem er talin fædd 1659. Þorsteinn gegndi
sýslumannsstörfum í Húnavatnssýslu árin 1678—90, en lét þá af
störfum að eigin c'tsk „sökum ýmsra hindrana". Þorsteinn bjó fyrst
að Stóradal, en flutti síðar að Bólstaðarhlíð. Hann kvæntist ekki
Halldórti fyrr en 1687. Þorsteinn lézt á ferðalagi vestur í Miðfirði
1. júní 1697 og var greftraður í Bólstaðarhlíð.
Þrjár voru systur Þorsteins sýslumanns Benediktssonar og giftust
allar fyrirmönnum í Húnavatnssýslu: Oddný, fyrri kona Páls prests
á Höskuldsstöðum, albróður Steins biskups Jónssonar, Halldóra,
kona Halldórs lögréttumanns á Geitaskarði Jónssonar, sem fyrr