Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 144
142
HÚNAVAKA
ið í hennar hlut að gæta yngri systkinanna, og veit ég að henni hef-
ur farnazt það vel.
Fanney settist í Kvennaskólann á Blönduósi haustið 1936 og lauk
þaðan prófi vorið eftir. — Það er lán hverjum skóla er slíkir þegnar
berast sem Fanney. Hógværðin og prúðmennskan levndi sér ekki,
samvizkusemi og trúmennska við nám var áberandi, — þessi ein-
kenni hafa fylgt Fanneyju alla ævi. Hún kom sér vel við alla, bæði
nemendur og kennara og sýndi jrað í verki að hún vildi öllum vel.
Hún var öllum holl: skólasystrum og kennurum, lögum og reglum
skólans og skyldum sínum við sjálfa sig. Fanney var drengskapar-
kona; hún tók aldrei Jrátt í fávísi þeirra, er vilja skóinn af öðrum,
en með hægðinni sveigði hún inn á þær brautir er vænlegar sýndust
öðrum til góðs. —
Fanney var alltaf þakklát skóla sínum fyrir fóstur og fræðslu og
Jrað eru oft ræktarsamir nemendur og einnig þeirra vandamenn.
En ])á má ekki gleyma því, að skólinn stendur einnig í þakkarskuld
við Jrá nemendur, er sýnt hafa hollustu og Jregnskap við skóla sinn.
Nemendur er stóðu á verði um heiður og velgengni skólans meðan
Jreirra naut við. Þakklátur skóli og kennarar fá seint oflaunað eða
fullþakkað Jægnskap og hæfileika nemanda fyrir þátt hans í heil-
brigðu skólalífi og drengilegum skólabrag.
Fanney reyndi að hafa sem mest og bezt not af sinni skólaveru,
henni sóttist námið vel, var mjög vandvirk og lagin til handanna.
Um Jressar mundir áttu nemendur í Kvennaskólanum þess kost að
koma aftur í skólann og leggja þá stund á Jrá verklega námsgrein,
er hugur þeirra stóð til. Svo fór um ungu heimasætuna frá Bergs-
stöðum, hún kom aftur haustið eftir og valdi sér framhaldsnám í
vefnaði. Sóttist henni námið vel og varð mjög fær í þeirri grein.
Réðist hún sem vefnaðarkona hjá kvenfélagi Sveinsstaðahrepps ári
seinna og óf fyrir konurnar í sveitinni. — Færri nutu hennar en
vildu; var hún ötul við vinnu sína og bjuggu margar húsfreyjur
lengi að voðum Fanneyjar. — Um þetta leyti kynntist hún eftirlif-
andi manni sínum, Pétri Olasyni, sem þá var ungur maður í Mið-
húsum. Giftust þau 31. okt. 1942 og bjuggu í Miðlnisum meðan
kraftar entust.
Þessi prúðu hjón stunduðu búskapinn af hógværð og samvizku-
semi. Öllum sveitungum var vel til þeirra og þeir, sem bezt þekktu
húsfreyjuna, sakna hennar nú úr sveitinni.