Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 25
HÚNAVAKA
21
um. Enda hröktust margir undan fannkyngi og vetrarhörkum nær
sjávarsíðunni, sbr. landnám Bersa goðlauss í Langavatnsdal á Mýr-
um.
í Eglu er búsældarleg lýsing á atliöfnum Skalla-Gríms, þegar hann
hafði staðfestst á Borg. Að vísu er Egla samin á 13. öld, og lýsingin
sýnir kannski aðeins hugmyndir 13. aldar manna um landnámið, en
hún virðist samt raunsönn: „Hann (Skalla-Grímur) hafði með sér
jafnan margt manna, lét sækja mjök föng þau, er fyrir váru ok til
atvinnu mönnum váru, því at þá fyrst höfðu þeir fátt kvikfjár, hjá
því sem þurfti til fjölmennis þess, sem var. En þat, sem var kvik-
fjárins, þá gekk öllum vetrum sjálfala í skógum. Skalla-Grímr var
skipasmiðr mikill, en rekavið skorti eigi vestr fyrir Mýrar. Hann
lét gera bæ á Álftanesi ok átti þar bú annat, lét þaðan sækja útróðra
ok selveiðar ok eggver, er þá váru gnóg föng þau öll, svá rekavið at
láta at sér flytja. Hvalkvámur váru þá ok miklar, ok skjóta mátti
sem vildi. Allt var þar þá kyrrt í veiðistöð, er þat var óvant manni.
It þriðja bú átti hann við sjóinn á vestanverðum Mýrum. Var þar
enn betr komit at sitja fyrir rekum, ok þar lét hann hafa sæði ok
kalla at Ökrum. Eyjar lágu þar úti fyrir, er hvalr fannst í, ok köll-
uðu þeir Hvalseyjar. Skalla-Grímr hafði ok menn sína uppi við lax-
árnar til veiða. Odd einbúa setti hann við Gljúfrá at gæta þar lax-
veiðar. Oddr bjó undir Einbúabrekkum, við hann er kennt Einbúa-
nes. Sigmundr hét maðr, er Skalla-Grímr setti við Norðrá. Hann bjó
þar, er kallat var á Sigmundarstöðum. Þar er nú kallat at Haugum.
Við liann er kennt Sigmundarnes. Síðan færði hann bústað sinn í
Munoðarnes, þótti þar hægra til laxveiða.
En er fram gekk rnjök kvikfé Skalla-Gríms, þá gekk féit upp til
fjalla allt á sumrurn. Hann fann mikinn mun á, at þat fé varð betra
ok feitara, en á heiðum gekk, svá þat, at sauðfé helzt á vetrum í fjall-
dölum, þótt eigi verði ofan rekit. Síðan lét Skalla-Grímr gera bæ
uppi við fjallit ok átti þar bú, lét þar varðveita sauðfé sitt. Þat bú
varðveitti Gríss, ok er við hann kennd Grísartunga. Stóð þá á mörg-
unr fótunr fjárafli Skalla-Gríms“ (ísl. s. II, ’46, 72—3).
Veiðar og kvikfjárrækt hafa síðan verið höfuðatvinnuvegir ís-
lendinga, en akuryrkja, sem blómgaðist um hríð, lagðist niður á
15. og 16. öld. Iðnaður var einkum járnvinnsla eða rauðablástur,
saltbrennsla — þá var brennt þangi og þara, og askan notuð sem
salt — og náttúrlega ölgerð. Þá var vinnsla skinna og ullar umtals-