Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 174
170
HÚNAVAKA
fjárhúsi. Stóð byggingin nokkuð
frá bæ. Svarta þoka var, og hafði
verið alla nóttina, og því sást
þetta hvergi að. Voru bygging-
arnar gjörbrunnar þegar að var
komið. Haft var samband við
slökkviliðið á Blönduósi, sem
kom á staðinn og hóf slökkvi-
störf og hélt eldinum niðri svo
dálitlu heyi tókst að bjarga þá
unr daginn, þó sumu skemmdu.
Er talið að í hlöðunni hafi verið
um 700 m3 af lieyi, og eyðilagð-
ist mikill meirihluti þess. Bygg-
ingin var vátryggð en lieyið ekki.
Bóndi á Ytri-Löngumýri er
Björn Pálsson alþingismaður.
Þegar byrjaði að birta sunnu-
dagsmorguninn 28. okt. sást frá
Svínavatni að mikinn reyk lagði
úr fjárhúshlöðunni í Litladal, en
hún er einnig í eigu Björns á
Ytri-Löngumýri. Var þegar gert
viðvart, og dreif að fjölmenni,
en ekki náðist strax í slökkvi-
liðið vegna lokaðrar símstöðvar
á Blönduósi. Varð þarna fljót-
lega mikill eldur, og brann þak-
ið af hlöðunni, en með naum-
indum tókst að verja fjárhúsin.
Allir veggir eru úr steinsteypu.
í hlöðunni voru um 650 m3 af
heyi, og varð að hreinsa það allt
út til að komast fyrir eldinn.
Tók það tvo daga. Varð mestur
hluti af heyinu ónýtt. Veður var
óhagstætt, mikið úrfelli en lygnt.
í Litladal var allt óvátryggt.
Sjálfsíkveikja var á báðum stöð-
um.
Tjón Björns í þessum brunum
er mjög mikið, en hann bar sig
vel, og sagði t. d. eftir fyrri brun-
ann: „Þetta gerir mér ekki svo
rnikið til, en ef Jretta hefði kom-
ið fyrir einhvern fátækling eða
smábónda hefði það getað orðið
slæmt."
Jóh. Guðm.
MIKILL GESTAFJÖLDI.
Á síðasta ári var starfsemi félag-
anna innan Kvenfélagasam-
bandsins með miklum blóma.
Aðalfundur sambandsins var
haldinn í boði Kvenfélags Vatns-
dæla, í Flóðvangi, fyrsta maí.
Félög á sambandssvæðinu eru 10,
með alls 221 félaga. í skýrslum
félaganna kemur fram, að Jrað
eru mörg verkefni sem unnið
hefur verið að á árinu. Má þar
t. d. nefna að seld hafa verið
merki og happdrættismiðar fyrir
ýmsar líknarstofnanir. Félaga-
samtökin Vernd og kristniboðið
í Konsó styrkt. Peningar sendir
í sjóslysasöfnunina og einnig gef-
ið til Vestmannaeyinga vegna
eldgossins. Safnað var fatnaði og
sent til Grænlands. Héraðshælið
var heimsótt, og því gefnar bæk-
ur, kirkjum voru gefnar gjafir
og sumir kirkjugarðar hreinsað-
ir. Barnasamkomur voru haldu-