Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 171
HÚNAVAKA
167
ljósavélin var í, en hún var í
kjallara sjúkrahússins, er bæði
lítill og einnig óhentugt vegna
hávaða að hafa ljósavélina inni
í húsinu sjálfu. Var jrví ákveðið
að byggt skyldi yfir nýju ljósa-
vélina og sorpið um leið. Fram-
kvæmdir hófust á sl. hausti, en
vegna óhagstæðrar veðráttu, þ. e.
a. s. mikilla frosta, stöðvuðust
framkvæmdir mjög fljótlega og
er ekki að vænta að hægt sé að
halda jreim neitt áfram fyrr en
i vor. Er mjög bagalegt, að slíkt
skyldi liafa komið fyrir og verður
stofnunin að búa við öryggisleysi
í raforkumálum nú fyrst um
sinn. Á næsta sumri munu senni-
lega verða byggðir tveir bílskúr-
ar við hliðina á gömlu bílskúr-
unum við sjúkrahúsið, en bíl-
skúrar jressir koma til með að
geyma snjóbílinn, svo og hinn
nýja sjukrabil, sem væntanlegur
er hingða í sýsluna um miðjan
apríl n. k. Húnavatnssýsla hefur
ekki átt sérstakan sjúkrabíl fyrr
en nú, er þessi nýi bíll kemur.
Þegar ég kom fyrst í héraðið
1962 og reyndar áður, er ég starf-
aði með Páli V. G. Kolka fyrrv.
héraðslækni á árunum 1959—
1960, þurftu læknarnir sjálfir,
eða aðstandendur sjúklinga að
flytja sjúklinginn í sjúkrahúsið,
þegar þess var þörf. Man ég að
oft leitaði ég til Þorvaldar í Vísi,
eða Kristjáns í Stíganda, til þess
að hjálpa mér við þessa flutn-
inga. Lögregla var jrá engin ihér
á Blönduósi. Svo með komu lög-
reglu og lögreglubifreiðar gjör-
breyttist ástandið og hefur lög-
reglan síðan séð um flesta sjúkra-
flutninga. Oft stóð þó þannig á,
að lögrgelubifreiðin var upptek-
in við gæzlustörf, einkum átti
Jretta við, er dansleikir eða
skemmtanir voru haldnar í sýsl-
unni og var þá oft erfitt að fá
bifreið til þess að flytja sjúkling-
ana. Stjórn Héraðshælisins hefur
því stefnt að því, að héraðið eign-
aðist sérstakan sjúkrabíl. Seinni
part sumars var svo sjúkrabifreið
pöntuð og átti hún að koma til
landsins um mánaðamótin nóv-
ember—desember. Dráttur var
svo á jrví, að hún kæmi og fyrst
í lok janúar var hún komin á
hafnarbakkann í Reykjavík. Nú
er verið að innrétta bifreiðina og
mun hún væntanleg í héraðið,
eins og áður getur, um miðjan
apríl, jrví að um það bil 2j/£
mánuð tekur að klæða hana að
innan og útbúa, sem sérstaka
sjúkrabifreið með þeim tækjum,
sem til þess þarf. Þess skal getið,
að á sl. vori, þegar önnur lög-
reglubifreiðin varð ónýt var um
tíma öngþveiti í sjúkraflutninga-
málum héraðsins og kom það sér
mjög illa, einkum þegar slys
báru að höndum. Var það til
þess, að ég skrifaði Rauða krossi