Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 100
96
HÚNAVAKA
skrá okkar fyigdu vottorð frá tveimur Englendingum, se«n þá dvöldu
í Húnavatnssýslu, er sönnuðu að það voru bein svik af eigendum
eða yfirmönnum Camoens, að hann kont ekki 8. júlí til Borðeyrar,
eins og að framan er getið að auglýst hafi verið.
Vottorðin voru á þá leið að þegar þeir ætluðu að taka sér farbréf
til Borðeyrar, var þeim sagt að þeir skyldu ekki gera það, heldur
aðeins til Stykkishólms, því að þeir væru hættir við að fara til Borð-
eyrar í þessari ferð og færu ekki nema til ísafjarðar, eins og þeir
líka gerðu.
En einmitt í þessari ferð hefði Camoens, sem bezt getað komið til
Borðeyrar, ef hann hefði reynt það, því þá var Húnaflói alveg íslaus.
Þessu til sönnunar er það að einmitt þessa dagana kom kaupfar til
Borðeyrar, og strandferðaskip til Skagastrandar. Hvorugt þessara
skipa hafði séð nokkurn ís, er gæti verið þeim til hindrunar.
22. ágúst kl. átta e. h. kom Camoens loksins til Borðeyrar. Ég
held mér sé óhætt að segja, að enginn af okkur vesturförum hafi
verið neinni stundu fegnari á æfinni, en þegar við sáum Camoens
leggja inn á Borðeyrarhöfn.
23. ágúst lá Camoens á höfninni, og þann dag fóru allir vesturfar-
arnir um borð, sem ekki voru hættir við ferðina, en það voru nokkr-
ir. Sumir vegna þess að þeir voru búnir að eyða svo ntiklu af far-
gjaldinu, að þeir komust ekki með, en aðrir voru, sem leiddist svo
biðin að þeir liurfu frá fyrir þá skuld.
Bæði 22. og 23. ágúst var norðan stormur og þoka.
Herra Sigfús Eymundsson í Reykjavík, útflutningsstjóri Allan-
línunnar á íslandi kom með Camoens til Borðeyrar. Hann var bú-
inn nokkrum dögum áður en skipið kom, að láta auglýsa á Borðeyri,
að hver fullorðinn í hópnum, skyldi fá 10 kr. og börn, sem þyrftu
að borga fargjald, 5 kr. í skaðabætur fyrir biðina til bráðabirgða.
Ekki fengu þó aðrir en þeir, sem höfðu látið skrá sig, fyrir áttunda
júlí, hjá umboðsmönnum Sigfúsar.
Nú þegar Sigfús kom til Borðeyrar, þá gerði hann okkur það til-
boð að þessar 5 og 10 krónur skyldu dregnar af fargjaldinu, sem
skaðabætur fyrir biðina, ef við hættum að biðja um meira. En ef
við vildum halda því fram, þá skyldum við ekkert fá.
Okkur þótti þetta tilboð Sigfúsar nokkuð undarlegt, því við álit-
um að hann hefði ekkert leyfi eða vald til þess að taka af okkur
þessar krónur, sem hann var búinn að auglýsa að við fengjum, og