Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 193
HÚNAVAKA
189
framfæri þakklæti til þeirra f jöl-
mörgu sem rétt hafa okkur
hjálparhönd á einn eða annan
hátt, og þá ekki sízt til H.S.S.B.
fyrir mjög gott samstarf.
Gunnar Sig.
NÝSTOFNUÐ LÚÐRASVEIT.
Tónlistarskólinn s t a r f a r n ú
þriðja árið í röð, en hann er sem
kunnugt er starfræktur á vegum
Tónlistarfélags A.-Húnavatns-
sýslu. Kennt er á þrem stöðum,
Skagaströnd, Húnavöllum og
Blönduósi. Nemendur eru um
Jrað bil 66 að tölu, flestir í hálfu
námi, það er, stunda nám einu
sinni í viku. Nemendur skiptast
þannig: Á píanó læra 13, orgel 7,
gítar 34 og blokkflautu 12.
Kennaraskortur hefur nokkuð
liáð starfsemi skólans. Það er
vöntun á vel menntuðum tón-
listarkennurum í héraðið. Á
Skagaströnd gekk erfiðlega að fá
kennara á píanó og orgel, en úr
því leystist og kennir Harpa
Friðjónsdóttir þar frá árarnót-
um. Á Húnavöllum kenndi
Grímur Eiríksson á orgel fram
að áramótum, en Tryggvi Jóns-
son eftir áramót. Kennslu á
píanó annast Margrét Helga-
dóttir.
Á Blönduósi kennir Sólveig
Sövik á píanó, en Skarphéðinn
Einarsson, sem er fastráðinn
kennari, kennir á gítar og blokk-
flautu á öllum stöðunum.
Er síðasta starfsári lauk voru
iialdnir nemendatónleikar í
Barnaskólanum á Blönduósi og
Tónlistarskólanum slitið um
leið. Þar voru veitt bókaverð-
laun fyrir góða árangra. Það var
Kvenfélagasamband A.-Húna-
vatnssýslu, sem veitti verðlaunin
og ber að þakka sambandinu þá
velvild og þann áhuga, sem það
hefur sýnt þessum málum.
Tónlistarfélagið gekkst fyrir
því að söngkonan Ruth L.
Magnússon og píanóleikarinn
Jónas Ingimundarson kæmu
hingað norður og héldu tónleika
í Fellsborg á Skagaströnd sunnu-
daginn 20. maí á sl. ári. Aðsókn
var lieldur dræm.
Eg get ekki stillt mig um að
minnast á það framtak Kven-
félagasambandsins, listkynning-
una, sem getið er um í frétt frá
S.A.H.K.
Þá er að nefna Skagfirzku
söngsveitina, sem hélt söng-
skemmtun í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Á efnisskránni voru
einsöngs- og tvísöngslög og svo
kórlög. Einsöngvarar voru Guð-
rún Tómasdóttir, Friðbjörn G.
Jónsson og Þórunn Olafsdóttir.
Stjórnandi var Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir, en undirleikari
Ólafur Vignir Albertsson. Þetta