Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 89
HÚNAVAKA
85
út á Karabíska hafið og það var alltaf sama blíðan. Við tókum stefn-
una á sund, sem er á milli Dominíkanska lýðveldisins og Puerto
Rico og okkar ferð gekk snurðulaust eins og áður. Þarna rigndi mik-
ið, gerði rniklar dembur oft, sérstaklega þegar við fórum að nálgast
Dominíkanska lýðveldið og Puerto Rico, það voru eldingar oft í
myrkrinu. Við fórum í gegnum þetta sund 2. okt. og þá gátum við
farið að setja stefnu okkar á ísland og fannst okkur Jrá vera farið að
styttast í takmark okkar. Við sigldum nú norður eftir Atlantshafinu
og fátt bar til tíðinda. Við komum ekkert við á Bermudaeyjum, en
þar höfðu sumir íslensku Japansbyggðu togararnir komið við. Það
var óþarfi fyrir okkur og var Jrví haldið beinustu leið. Eftir að við
vorum komnir nokkuð framhjá Bermuda og norður með austur-
strönd Ameríku var farið að reyna að kalla uppi íslenskar strand-
stöðvar, okkur var farið að langa til að heyra í þeim. Það gekk frek-
ar illa að ná sambandi, en hafðist að lokum allra snöggvast eina nótt-
ina, en þetta hefur viss ánægjuleg áhrif, eftir langa fjarveru. Og
síðar Jregar við fórum að nálgast ísland meira, gátum við farið að
tala í land, við skyldmenni okkar og þá fannst okkur að við værum
næstum komnir heim á hlað, ef svo má að orði komast.
Okkar fyrsta landsýn var Snæfellsjökull, kl. 23,50 13. okt., og það
snart menn, Jregar aftur fóru að sjást íslensku fjöllin. Við komum
svo upp að Látrabjargi og ]>á var orðinn mikill spenningur og fögn-
uður með mannskapnum, þegar svo langt var komið. Nú sigldum
við okkar leið, norður með Vestfjörðum, fyrir Horn og inn á Húna-
flóa, sem bauð okkur velkomna með rennisléttum sjó og glampandi
veðri. Eins var á Skagaströnd, þegar við komurn þangað mánudag-
inn 15. okt. Við komum tímanlega og urðum að bíða í nokkra
klukkutíma fyrir utan staðinn og fannst mörgum sú bið löng, en
það kom að því að við gætum siglt upp að garðinum fánum prýdd-
ir. Múgur og margmenni tóku á móti okkur og buðu okkur og
skipið velkomna heim. Mun það sennilega engum okkar gleymast,
er Jrað reyndum.
Mættuð ]:>ið ekki mörgum skipum á leiðinni?
Það var frekar lítið um Jrað. Að vísu mættum við nokkrum. Það
er nú svo að þegar siglt er yfir svona stór höf, dögum saman, Jrá
þykir það alltaf viðburður, þegar skip sést. Það kom fyrir að þau
fóru nálægt okkur og eitt skipið kallaði okkur uppi, eitt kvöldið.
Það var norskt skip, Jrað spurði hvaðan við værum og þegar þeir