Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 42
38
HÚNAVAKA
Þegar ég hitti Sigurð, segist hann vera orðinn alveg ráðþrota, því
hann hafi látið leita, þar sem honum hafi dottið í hug, að hrossin
kynnu að vera. Muni hann ekki segja mér hvar ég eigi að leita, en
biður mig að ráða fiam úr þessu ef ég geti. Guðmann fór með mér,
og fórum við fyrst fram á Haukagilsheiðina. Þegar við komum í
Kleppuhólana finn ég að nraður markar í gaddinn. Nýju fannirnar
eru í driftum, en auðir flákar af gaddi á milli. Spyr ég Guðmann,
hvort hann geti fundið þann stað, sem hrossin hafi verið á í byrjun
hríðarinnar. Bjóst ég við að geta tekið slóð eftir þau, því þau lilytu
að hafa markað í gaddinn. Sagðist Guðmann geta það, því þau hefðu
verið norður af Skútalækjarkrók. Ekki erum við fyrr komnir þangað,
en ég tek slóðina óhikað fram. Fokið var í öll skjól og höfðu hrossin
sýnilega hrakið beint undan veðrinu, því slóðin lá þráðbein til suð-
vesturs.
Hlupunr óhikað við fót fram á Hraungarða, og var ég staðráðinn
í að hlaupa áfram svo langt, sem þyrfti, en þó ekki lengra en svo, að
við kæmumst til byggða aftur um kvöldið. Það var ekki gerlegt að
liggja úti því í byggð var tuttugu og einnar gráðu frost, og hefur
sennilega verið nokkru hærra þar framhjá. Þegar við komum á bí við
svokallaða Glúmsflá á Hraungörðunum, en hún er austast í Víðidals-
tunguheiðinni, sé ég að slóðin skiptist. Þegar ég fer að glugga í þetta,
sé ég að þau höfðu konrið slóðina sína til baka aftur, en farið síðan
þverar norður og stefnt í norður á austuiiiluta Víðidalstunguheiðar.
Okkur tekst að rekja slóðina norður fyrir Hraungarðshorn og út
og vestur fyrir Þrístiklu. Þar vestan í hæðunum voru nýju snjó-
þyljurnar miklu meiri á móti suðvestri, en verið höfðu austar á heið-
inni, og þar höfðu hrossin farið að snúast eftir stöku koll, sem stóð
upp úr gaddinunr. Endar það nreð því, að við týnunr slóðunum.
Förum við þá út og vestur að Víðidalsá. Þegar við nálgumst ána, sjá-
unr við, að hross konra upp á Sjónarhólsás, senr er út og vestur á
Tungu, en hverfa síðan. Þótti nrér afar einkennilegt, að nokkur
skepna skyldi vera þarna því heita mátti jarðlaust, þótt aðeins yddi á
stöku koll og mosatætlur gætu satt sárasta hungrið. Fórum við því
þangað vestur og hittum þessi lrross.
Reyndust það vera fjórir af hestununr frá Gilhaga. Rákunr við þá
að Stóru-Hlíð, en hún stendur vestan við Víðidalsá og er fremsti
bær austan á Tungunni. Þar bjó Ásmundur Magnússon og fengum
við hann til að lrjálpa okkur nreð lrestana austur yfir gilíð. í því