Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 74
70
HÚNAVAKA
vöru og hvað nauðsynlegt er að kaupa til lieimilisforða, að yfirvega
jafngildi milli innlendrar og útlendrar matvöru með fl. Einnig skal
þá hver sú, sem í félaginu er, korna með á fundinn til sýningar eitt-
hvað það, sem lýst getur kunnáttu og vandvirkni, svo sem skrift,
reikningsdæmi, vaðmál, sjöl, dúka, trefla, vel spunninn þráð, einnig
vel verkað smjör og osta með fl. Kýs þá fundurinn 2 kvenmenn til
að segja álit sitt um hvað hvert fyrir sig er vel af liendi leyst, og
gefa þeim vitnisburð fyrir, sem kveðinn sé upp í heyranda hljóði,
og hins sama getið í gjörðabók félagsins.
11. gr.
Stjórnarnefndin skal hlutast til við húsbændur ógiftra kvenna,
sem í félaginu eru, og liafa fengið góðan vitnisburð (sbr. 10. gr.),
og að öðru leyti eru þrifnar og reglusamar, að þær fái hæfileg verð-
laun fyrir verkvendni sína, sem stjórnarnefndin stingur uppá, eftir
því sem hluturinn er vel eða ágœtlega af hendi leystur.
12. gr.
Á haustfundi skulu konur skýra frá áliti sínu hvað hvert heimili
þarf mikinn matarforða til vetrarins, sem í hönd fer, eftir fólkstölu
og skal forstöðunefndin að fengnum upplýsingum á hverju heimili,
frá hverju konur eru í félaginu, um málnytu að vetrinum og aðrar
kringumstæður, ráða til þeirra umbóta, er við eiga, til að forðast
bjargarskort, einnig sé þá rætt um hvernin ullarvinna fari best
fram að vetrinum og hvað tiltækilegast sé að vinna til fatnaðar og
sölu, og sparnaður á útlendum varningi og hvað hver fyrir sig eigi
að koma með til sýningar á næsta vorfundi, á þeim fundi má og
vera umræðuefni hvað annað, er til gagns horfir og félaginu er til
eflingar.
13. gr.
Sérhver sú sem er í félaginu er skyld að efla heillir þess, svo það
mætti fá sem fljótastan og bestan viðgang.
14. gr.
Afl skal atkvæðum ráða, en þegar jafnmörg eru á báðar liliðar
ræður atkvæði Forsætu.