Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 141
HÚNAVAKA
137
Jón reyndist mikilhæfur bóndi, enda vék hann ekki frá þeirri
hefð Húnvetninga að sá er fari með umboð kjósenda skuli vera bú-
settur í héraði. Það einkenndi búskap Jóns, hvað hann var mikill
fjárræktarmaður og ræktaði vel fjárstofn sinn á Akri. Hann var og
sauðglöggur og þekkti hann lömb undan hverri á og gat í myrkri
Jiekkt sauðfé sitt með Jrví að Jrukla um andlit þess og horn.
Jóni var Jrað áreiðanlega mikið fagnaðarefni, er Pálmi sonur hans
og tengdadóttir, Helga Sigfúsdóttir, hófu búskap á Akri og hafa
setið jörðina vel. Einnig mun Jóni hafa fallið Jiað vel í geð, að
Pálmi sonur hans hlaut brautargengi meðal sýslunga sinna og var
efldur til forystumanns og þingmanns meðal Jjeirra.
Jón var vel kvæntur, því að Jónína Ólafsdóttir, reyndist honum
góður lífsförunautur. Hefur nú vegferð þeirra staðið í 56 ár, grund-
völluð á virðingu og hollustu. En áhugamál Jreirra beggja var að
láta eðliskosti og hæfileika njóta sín. Kona hans var vökul húsfreyja
og stjórnaði heimili þeirra bæði á Akri og í Reykjavík. Hún var
reglusöm og ástrík eiginkona, er vildi veg mannsins í öllu hinn
mesta, því sjóndeildarhringur hennar var víðari en heimilið. Heiður
manns hennar og gengi var hennar gleði.
Jón Pálntason stóð föstum fótum í arfleifð sinni. Eitt viljum vér
nefna sem dæmi Jress. Jóni á Akri var Jrað án efa hjartans mál og
mundi þá vel sína heimahaga, en það var bygging fremri Blöndu-
brúar, er algjörlega var Jóns verk. Gleymdi Jón aldrei hversu mikil
torfæra Joessi jökulelfa var við túnfót hans, er hann ólst upp á bökk-
um hennar.
Jón var glaður þann dag er brúin var vígð og flutti ræðu og
kvæði. En Blöndubrúin mun verða ókomnum kynslóðum til hægð-
arauka og betri lífsskilyrða heima í héraði.
Jón var trúmaður alla æfi og gleymdi aldrei uppeldisáhrifum
móður sinnar, er hann unni mjög. Hann sýndi þetta í dagfari sínu
og hve hann var miki'il stuðningsmaður heilagrar kirkju heima í
héraði og á alþingi. Það er göfugra manna háttur, að verða aldrei
viðskila við uppruna sinn, heldur muna að lengi býr að fyrstu gerð.
Svo var um Jón Pálmason, er þá stóð á tindi sinnar hefðargöngu og
sat við háborð íslenzkra valdamanna í hefðarsæti. Þá segir hann um
móður sína árið 1949, „það var hún, sem kenndi mér góðar bænir
og fögur ljóð. Það var hún, sem gerði allt sem unnt var til að gera
mig að manni og negldi þá vissu inn í huga minn og hjarta, að