Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 97
HÚNAVAKA
93
aði á barða“ þann dag. Seinnipart dagsins fór ég frá Þóroddsstöð-
um austnr að Miðhópi til þess að fá niér virinu, því ekki leit út fyrir
að Camoens kæmi bráðlega, fyrst hann var ekki kominn. Fjöldi af
vesturförunum fór þá frá Þóroddsstöðum og bæjum þeim, er þeir
höfðu beðið á í Hrútafirðinum, austur í sveitir til þess að leita sér
að vinnu, sem þá var mjög illt að fá.
Ég var í Miðhópi 10 daga, eður til 22. júlí. Allan þann tíma, að
heita mátti, var norðan stormur, þoka og kuldi. 22. júlí var sunnan
krapahríð og versta veður allan daginn. Þann dag kl. 2 f. h. lagði ég
aftur af stað frá Miðhópi, því nú var komin ný áætlun, sem til-
kynnti að Camoens ætti að korna til Borðeyrar 23. júlí. Ég hélt vest-
ur að Þóroddsstöðum um daginn, og kom þangað kl. 12 um nótt-
ina. Næsta dag, eður áætlunardaginn (23.), var norðan krapahríð,
kuldi og þoka, svo að lítið sást. Ekki kom Camoens þann dag. Allir
þeir sem ég gat um og farið höfðu burt úr Hrútafirðinum, til þess
að leita sér að vinnu (þann 11. og 12.) voru nú saman safnaðir á Þór-
ÁSGEIR JÓHANNES LÍNDAL
er fæddur 21. ágúst 1860, i Mið-
hópi. Foreldrar hans voru Jóna-
tan Jósafatsson og kona hans
Kristín Kristmundsdóttir. Ásgeir
var fermdur á I'ingeyrum 20.
maí 1875, með þessum vitnis-
burði: „Kann og skilur vel, sið-
prúður og greindur".
Alls fóru fjögur systkini til
Ameríku frá Miðhópi, og voru
þá aðeins eftir tveir bræður,
Jósef bóndi þar og Jósafat er
bjó á Holtastöðum í Langadal.
Ásgeir var vel hagmæltur og fékkst mikið við ritstörf, og var lengi rit-
stjóri Heimskringlu. Hann kom aldrei heim, en þráði það þó mjög. Hann
hélt alltaf sambandi við ættingja sina hér heima.