Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 139
HÚNAVAKA
135
og gekk þá í Sjálfstæðisflokkinn. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn í
stjórnarandstöðu og gengi andstæðinga lians það mikið að sagt var
að einn af máttarstólpum þeirra á að hafa sagt, að Pétur Ottesen
skyldi verða síðasti bóndi á þingi úr hópi Sjálfstæðismanna.
En í hinni hörðu kosningabaráttu 1933 komst Jón Pálmason á
þing í sínu fyrsta framboði, í einu af mesta bændakjördæmi lands-
ins.
Hafði forusta hans á samtökum bænda og framsýni hans um hafn-
armál héraðsins orkað nokkuð á hugi manna. Þá var Jón snjall ræðu-
maður, minnugur vel og skilningsgóður og fór eigi með löndum í
sínum málaflutningi, heldur djarfur til sóknar á málaþingi. Þá efld-
ist og hugur hans við hverja raun og mun hann hafa skynjað snernma
hvar farsælt var um framgöngu mála.
Enda hófst hann handa, er hann var kominn í stjórnarflokk um
að efla hagi síns heimahéraðs. Mun honum hafa þótt illt, ef það
drægist aftur úr öðrum byggðum og sæti þannig við skarðan hlut.
Studdi Jón að vegamálum, sími kæmi á hvern bæ, byggingu Hér-
aðshælis og skóla, og rafvæðingu héraðsins. Þá voru hans verk, öll-
um fremur, Síldarverksmiðjan á Skagaströnd, nýsköpunin þar og
hafnarmál.
Það leiddi af sjálfu sér, að Jón varð atkvæðamikill þingmaður,
er skólaðist fljótt til starfa í hinum mikilvægustu nefndum þingsins.
Hann varð því áhrifamikill maður í sínum þingflokki.
Þá var hann mikill maður að vallarsýn, fyrirmannlegur og aðsóps-
mikill og gleðimaður í veislusal. Enda féllu honum í skaut þær
sæmdir, er beztar teljast fyrirmönnum vorum. Hann lilaut ráðherra-
dóm um skeið, árið 1950 og var forseti sameinaðs alþingis um langt
árabil 1945—53, sem að virðingu gengur næst forsætisráðherra önd-
veginu.
Fóru Jóni Pálmasyni þessi ábyrgðarstörf vel úr hendi, sem rögg-
sömum og sanngjörnum manni. Jón sat á þingi óslitið frá 1933—
1959. Lengst þingmanna Húnvetninga. Hann bar þá sigurorð af
mörgum manni, er þá leitaði sér brautargengis í Austur-Húna-
þingi. Voru það þó heimaríkir höfðingjar við að etja, því að eigi hef-
ur enn þótt hlýða að hlaða undir utanhéraðsmenn til höfðingjadóms
þar.
Var þá einnig um eitt skeið allfjölmennur Bændaflokkur hér í
héraði, er sótti um vald og áhrif.