Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 184
180
HÚNAVAKA
liefur verið notuð annars staðar,
að öðru leyti en því að hér er
byggt við eldra húsnæði. Hér er
inn tvílyfta byggingu að ræða,
sem tekin verður í notkun vorið
1974. Sjálft mun þó útibúið í
fyrstu aðeins nýta neðri hæð ný-
byggingarinnar fyrir starfsemi
sína ásamt hinu eldra húsnæði.
Efri hæðin verður leigð út.
Guðm. H. Thoroddsen.
LAND15ÚNAÐUR Á liLÖNDUÓSI.
í vetur er á fóðrum á Blönduósi
um 1880 fullorðið sauðfé auk
um 290 gemlinga. Þá eru fram-
talin hross, eign Blönduósinga,
um 300. Þá eiga þeir 300—400
hænsn, 21 svín og um 170 grísir,
um 15 vetrunga, en aðeins 2 kýr.
Töðufengur var um 6.660 m3.
FRÁ UNGMENNASAMliANDI A.-HÚN.
Er við lítum til baka yfir nýliðið
ár sjáum við að staif U.S.A.H.
hefur verið með mjög svipuðum
hætti og undanfarin ár. Verður
dregið hér fram það helzta sem
gerðist.
Spilakeppnin hófst 20. janúar,
en ákveðið hafði verið að breyta
til og spila fjórum sinnum í stað
þrisvar áður. Það er á Húnavöll-
um, Fellsborg, Húnaveri óg Eé-
lagsheimilinu á Blönduósi. Gekk
það sæmilega fyrstu 2 kvöldin,
en síðan fór veðrið að gera okkur
erfitt fyrir og dró stórlega úr að-
sókn síðari kvöldin.
Glæsilegir vinningar voru í
boði að vanda. Fyrir flesta slagi
á einu kvöldi Welt. Eunk. radíó-
fónn að verðmæti 45.400 kr. og
fyrir flesta slagi samanlagt öll
kvöldin Noviton segulband með
viðtæki að verðmæti 11.800 kr.
Kvöldverðlaun voru Koyo við-
tæki að verðmæti 1.700 kr.
Flesta slagi, 190, á einu kvöldi
tók Kristinn Jóhannsson, Skaga-
strönd. Friðrik Indriðason,
Blönduósi, tók flesta slagi sam-
anlagt öll kvöldin. Hljómsveitin
Aron frá Blönduósi lék fyrir
dansi öll kvöldin.
Spilakeppni fyrir unglinga var
haldin í Félagsheimilinu á
Blönduósi og voru þar einnig
góð verðlaun í boði. Aðsókn var
heldur dræm, en þeir unglingar
sem komu virtust skemmta sér
ágætlega.
Efnt var til happdrættis til
fjáröflunar og gekk fremur vel.
Húnavaka hófst miðvikudag-
inn 25. apríl með Húsbænda-
vöku Ungmennasambandsins og
var þar margt til skemmtunar,
meðal annars flutti Vigdís Finn-
bogadóttir leikhússtjóri erindi,
Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari söng við undirleik
Olafs Vignis Albertssonar og