Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 110
106
HÚNAVAKA
voru samþykktar nær því af öllum fundarmönnum, þeim er fulltíða
voru, og greiddu konur jafnt atkvæði sem karlar.
I steinhúsi þessu var tveimur bekkjarröðum komið fyrir umhverf-
is með báðum hliðum og fyrir stafni, en dúklögð borð fyrir framan
þá. Skáli var tjaldaður við suðurhlið hússins og voru þar veitingar
til sölu. Kosnir voru til Þingvallafundar Benedikt Blöndal í Hvammi
og Jón Pálmason (afi Jóns á Akri) í Stóradal. Þá var rætt um félags-
skap í hverri sveit, og var lýst yfir, að fundurinn vonaðist til, að hvert
sveitarfélag kæmi til leiðar einhverju þarflegu fyrirtæki í minningu
Jrjóðliátíðarinnar. Ennfremur taldi fundurinn tillilýðilegt, að samið
yrði minningarrit um Jrjóðhátíðina fyrir land allt og prentaðar Jrar
lielstu ræður, andlegar og veraldlegar, er fluttar væru og kvæði.
Þótti best við eiga, að Bókmenntafélagið gæfi út slíkt rit. Það var
1873, sem Bókmenntafélagið hafði skorað á landsmenn að semja
ágrip af sögu landsins og hét Jrað verðlaunum fyrir, en enginn gaf
sig fram.
Meðan á fundarhaldinu stóð var fullskipað þar inni í húsinu, en
jafnframt söng söngflokkur í kirkjunni Jiá og síðar um daginn fyrir
þá, sem vildu, og einnig fóru fram veitingar í tjaldskálanum. Stundu
fyrir miðaftan var fundi slitið og hófst þá samsæti, og stóð það lengi
dags. Var Jiar fagnaður mikill og góður, margar ræður fluttar og fór
allt vel fram. Mælti sýslumaður fyrir rninni konungs og landshöfð-
ingja, sr. Sveinn Skúlason prestur á Staðarbakka, fyrir minni íslands
og Jósef Skaptason læknir í Hnausum, fyrir minni Alþingis.
Eftir Jrað að staðið var upp frá borðum, skemmtu menn sér með
viðræðum, og voru Jrá enn drukkin nokkur minni og kvæði sungin
á milli. Fyrir minni Jóns Signrðssonar mælti Jón stúdent á Melum
síðar prófastur á Stafafelli. Stýrði Ásgeir bóndi Einarsson veislunni
og fór honum það mjög skörulega og stórmannlega. Hátíðinni lauk
með skilnaðarræðu tveimur stundum fyrir miðnætti og 12 skotum.
Var margt heldri manna úr héraðinu á hátíðinni, og þótti hátíðar-
hald þetta hafa farið fagurlega úr liendi, en veður var hvasst. Björn
Ólafsson frá Sveinsstöðum tók ljósmynd af steinhúsinu, tjaldinu og
mannijöldanum.
Jónas B. Bjarnason á Blönduósi, fyrrv. hreppstjóri í Svínavatns-
hreppi segir frá því í bréfi, að samkoma hafi verið haldin á Svína-
vatni 2. ágúst og að þar hafi nokkrir ungir menn samþykkt að stofna
félag til minningar um Jrúsund ára byggð landsins, en ekki gafst þá